Gríðarleg fjölgun meðal útskrifaðra kennara hér á landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 15:20 Það er jafnvíst og að sólin kemur upp að börn þessa lands þurfa kennara. Þeim sem útskrifast úr háskólum hefur heldur betur fjölgað. Vísir/Vilhelm Á fimmta hundrað kennarar hafa útskrifast úr háskólum hér á landi undanfarin tvö ár. Það eru tæplega jafnmargir og árin fimm á undan. Menntamálaráðuneytið segir átaki stjórnvalda um fjölgun kennara að þakka. Vakin er athygli á því á vef Stjórnarráðsins í dag að ráðuneytið hafi vorið 2019 sett af stað fimm ára átaksverkefni um nýliðun kennara. „Útskrifuðum kennurum hefur fjölgað umtalsvert frá því að átaksverkefnið hófst. Á síðasta ári útskrifuðust 454 kennarar frá þeim háskólum sem bjóða upp á kennaranám hér á landi. Það er 160% aukning miðað við meðaltal áranna 2015–2019.“ Markmið átaksverkefnisins var að fjölga kennurum á öllum skólastigum og auka gæði náms og kennslu í íslensku skólakerfi með farsæld nemenda að leiðarljósi. Eins og sjá má hefur fjölgunin orðið umtalsverð undanfarin ár. „Frá því að átaksverkefnið hófst fyrir rúmum þremur árum hefur rík áhersla verið lögð á að fjölga þeim sem velja kennaranám og auka skilvirkni námsins svo kennaranemar útskrifist á tilsettum tíma. Á þeim tíma hefur aðsókn í kennaranám farið fram úr björtustu vonum og brautskráningum fjölgað samhliða.“ Lögð hafi verið áhersla á að kennaranemar fái faglega þekkingu og reynslu af skólastarfi meðan á námi stendur með 50% launuðu starfsnámi á lokaári námsins. „Þannig njóta þeir faglegrar leiðsagnar frá reyndum kennurum á vettvangi. Samhliða þessari áherslu hafa reynslumiklir kennarar verið hvattir til að afla sér sérhæfingar í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf.“ Kennaranemum stendur til boða að sækja um hvatningarstyrk úr sérstökum Nýliðunarsjóði sem nemur allt að 800.000kr. að uppfylltum tilteknum skilyrðum. „Með þessum hætti leggja stjórnvöld áherslu á að nemendur helgi sig náminu, ljúki því á tilsettum tíma og hefji störf við kennslu að því loknu. Enn fremur hefur starfandi kennurum sem sérhæfa sig í starfstengdri leiðsögn gefist kostur á að sækja um hvatningarstyrk sem nemur allt að 150.000kr. vegna viðbótarnáms með áherslu á starfstengda leiðsögn og kennsluráðgjöf.“ Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vakin er athygli á því á vef Stjórnarráðsins í dag að ráðuneytið hafi vorið 2019 sett af stað fimm ára átaksverkefni um nýliðun kennara. „Útskrifuðum kennurum hefur fjölgað umtalsvert frá því að átaksverkefnið hófst. Á síðasta ári útskrifuðust 454 kennarar frá þeim háskólum sem bjóða upp á kennaranám hér á landi. Það er 160% aukning miðað við meðaltal áranna 2015–2019.“ Markmið átaksverkefnisins var að fjölga kennurum á öllum skólastigum og auka gæði náms og kennslu í íslensku skólakerfi með farsæld nemenda að leiðarljósi. Eins og sjá má hefur fjölgunin orðið umtalsverð undanfarin ár. „Frá því að átaksverkefnið hófst fyrir rúmum þremur árum hefur rík áhersla verið lögð á að fjölga þeim sem velja kennaranám og auka skilvirkni námsins svo kennaranemar útskrifist á tilsettum tíma. Á þeim tíma hefur aðsókn í kennaranám farið fram úr björtustu vonum og brautskráningum fjölgað samhliða.“ Lögð hafi verið áhersla á að kennaranemar fái faglega þekkingu og reynslu af skólastarfi meðan á námi stendur með 50% launuðu starfsnámi á lokaári námsins. „Þannig njóta þeir faglegrar leiðsagnar frá reyndum kennurum á vettvangi. Samhliða þessari áherslu hafa reynslumiklir kennarar verið hvattir til að afla sér sérhæfingar í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf.“ Kennaranemum stendur til boða að sækja um hvatningarstyrk úr sérstökum Nýliðunarsjóði sem nemur allt að 800.000kr. að uppfylltum tilteknum skilyrðum. „Með þessum hætti leggja stjórnvöld áherslu á að nemendur helgi sig náminu, ljúki því á tilsettum tíma og hefji störf við kennslu að því loknu. Enn fremur hefur starfandi kennurum sem sérhæfa sig í starfstengdri leiðsögn gefist kostur á að sækja um hvatningarstyrk sem nemur allt að 150.000kr. vegna viðbótarnáms með áherslu á starfstengda leiðsögn og kennsluráðgjöf.“
Skóla - og menntamál Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira