„Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. janúar 2023 16:04 Sara Gunnarsdóttir hlaut í dag tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Stöð 2/Ívar Sara Gunnarsdóttir teiknimyndaleikstjóri var í dag tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. Verðlaunin verða afhent 12. mars næstkomandi. „Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo. Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
„Við vorum búnar að leggja mikla vinnu í að fara með myndina á festivöl,“ segir Sara um tilefninguna í samtali við fréttastofu. Stefnan var alltaf sett á Óskarinn. Þau töldu sig hafa 50 prósent líkur á að ná í tilnefningu í ár. „Þetta kom kannski ekki neitt rosalega á óvart en við vorum samt rosa stressuð.“ Lillý Valgerður Pétursdóttir ræddi við Söru á heimili hennar í Hafnarfirði í dag. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári. Hún gerði myndina með Pamelu Ribbon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna.“ Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Hún er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur búið erlendis í fjórtán ár en flutti til Íslands fyrir ári síðan. Tilnefningin sigur „Keppnismanneskjunni í manni langar að ná langt,“ svaraði Sara aðspurð hvort hana dreymdi um að vinna Óskarsverðlaun. Aðspurð hvort hún sé vongóð svarar hún: „Ég held að þetta hafi verið sigur fyrir mig.“ Eins og áður sagði verða verðlaunin afhent 12. mars. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi. Söru langar að taka eiginmanninn, dótturina og móður sína með sér út til Los Angeles á Óskarsverðlaunahátíðina. „Mig langar að taka alla fjölskylduna með og njóta þess.“ Sara getur fetað í fótspor Hildar Guðna, sem vann Óskarinn fyrst Íslendinga.Stöð 2/Ívar Draumur að gera þetta að þætti Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed sem hlutu Emmy tilnefningu. Sara segir að nú þegar hafi dyr opnast eftir að stuttmyndin kom út. „Okkur langar að gera meira af þessu efni sem þáttaseríu.“ Sara er einnig að fara að koma að heimildarmynd um Jeff Buckley og fleira skemmtilegt. Mynd Söru hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum Besta teiknaða stuttmyndin. Sara gæti því fetað í fótspor Hildar Guðnadóttur og orðið annar Íslendingurinn til þess að vinna Óskarsverðlaun. Stuttmyndina My Year of Dicks má sjá hér fyrir neðan. Þá má sjá lista yfir allar tilnefningarnar hér. My Year Of Dicks (2022) from Sara Gunnarsdottir on Vimeo.
Óskarsverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20 Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27 Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00 Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Everything Everywhere All at Once með flestar tilnefningar Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 voru tilkynntar í dag. Ár hvert ríkir mikil spenna fyrir tilnefningunum og var árið í ár engin undantekning. 24. janúar 2023 16:20
Sara Gunnarsdóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru tilkynntar rétt í þessu og kom skemmtilega á óvart að sjá íslenskt nafn þar á lista. Það er listakonan Sara Gunnarsdóttir sem tilnefnd er fyrir teiknuðu stuttmyndina My Year of Dicks. 24. janúar 2023 14:27
Hildur Guðna ekki tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir er ekki tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Hún átti möguleika á tilnefningu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Women Talking. 24. janúar 2023 14:00
Bein útsending: Tilnefningar til Óskarsins afhjúpaðar Í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlaunanna árið 2023 kynntar í beinni útsendingu. 24. janúar 2023 11:00