Nýhættur Bale tekur þátt á PGA-mótaröðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. janúar 2023 17:45 Það kemur líklega fáum á óvart að Gareth Bale sé að snúa sér að golfinu eftir að knattspyrnuferlinum lauk, Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gareth Bale hefur tilkynnt að hann muni taka þátt í einum viðburði á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar. Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11) Fótbolti Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bale lagði knattspyrnuskóna á hilluna fyrir rétt rúmum tveimur vikum eftir afar farsælan feril. Með Real Madrid varð hann spænskur meistari í þrígang ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fimm sinnum svo eitthvað sé nefnt. Þá vann hann bandarísku MLS-deildina með Los Angeles FC áður en skórnir fóru á hilluna. Þessi leikja- og markahæsti leikmaður velska landsliðsins frá upphafi hefur aldrei reynt að leyna golfáhuga sínum. Á tíma sínum hjá Real Madrid veifaði hann eitt sinn velska fánanum eftir leik landsliðsins þar sem á stóð: „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð,“ og gaf þar með til kynna að hann hefði meiri áhuga á því að slá golfkúlur en að spila knattspyrnu með einu stærsta félagsliði heims. 🏴 Wales ✅⚪ Madrid ✅Now it's time for golf 🏌👀Gareth Bale has announced his first post-retirement venture ⛳More 👇 #BBCGolf— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2023 Bale hefur nú tilkynnt að hann muni taka þátt á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi í byrjun næsta mánaðar, en þar fá áhugagolfarar tækifæri á því að spila með nokkrum af bestu atvinnumönnum heims. Alls munu 156 áhugamenn taka þátt á mótinu með jafn mörgum atvinnumönnum. Meðal þeirra sem mæta til leiks eru þeir Matt Fitzpatrick, Patrick Cantlay og Jordan Spieth. View this post on Instagram A post shared by Gareth Bale (@garethbale11)
Fótbolti Golf Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira