Kanónur raftónlistar sameinast í Reykjavík Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. janúar 2023 16:31 Tónlistarmaðurinn umru spilar á Prikinu annað kvöld en hann hefur meðal annars unnið með tónlistarkonunni Charli XCX. Instagram @umru Öllu verður til tjaldað á Prikinu annað kvöld þar sem viðburðurinn Super Soaker verður haldinn í samvinnu við listasamlagið Post-dreifingu. Er um að ræða tvíþætta tónlistarveislu en fyrra kvöldið fer fram á Prikinu á morgun og það síðara í kjallaranum á 12 Tónum laugardagskvöldið 28. janúar. Raftónlist og pólskur matur Fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram á Super Soaker, sem sérhæfa sig í raftónlist og hvers kyns afbrigðum hennar. Einnig verður sérstakt pólskt matar POP-up á efri hæð Priksins í höndum matarlista-hópsins BABCIA, sem þær Kosmonatka og Pola Sutryk fara fyrir. Af tónlistarfólkii ber að nefna BART, SODDILL, og RONJA, en þá einna helst tónlistarmanninn UMRU. Það verður mikið um að vera annað kvöld á Prikinu.Kosmonatka Vann með Charli XCX „UMRU kom eins og stormsveipur inn á plötusnúða og raftónlistarskapara senuna, en hann var aðeins 17 ára þegar hann kom að plötunni POP 2 með tónlistarkonunni Charli XCX. Hann hefur einnig unnið með Yung Kayo og Tommy Cash. UMRU er hreinn hvalreki fyrir unnendur raftónlistar og framúrstefnu popptónlistar,“ segir í fréttatilkynningu. Pussy Riot meðlimur með sóló verkefni Á laugardagskvöldinu verður einnig mikið um að vera en tónlistarkonan og Pussy Riot meðlimurinn Diana er í hópi tónlistarfólks sem kemur fram þá. Diana hefur verið virkur meðlimur Pussy Riot í mörg ár og kom nýlega fram á tveimur tónleikum með sveitinni hér á Íslandi sem var hluti af mótmæla tónleikaferðalagi þeirra, Riot Days. Á laugardag mun hún svo koma fram undir sólóverkefni sínu, Rosemary Loves a Blackberry, í fyrsta sinn í Reykjavík. Auk hennar koma fram MC Myasnoi, Flaaryr og Knackered. 28. janúar verður viðburðurinn haldinn á 12 tónum.Kosmonatka Post-dreifing, sem stendur á bak við Super Soaker, er listasamlag sem kemur að útgáfu og ýmsum viðburðum og hefur vakið athygli undanfarin ár hér í Reykjavík. „Þau misstu nýlega rýmið sitt í Skerjafirði sem borgin hafði skaffað þeim, vegna kvartana frá nábúum, og var það mjög umdeild ákvörðun að úthýsa þeim. Furðulegt í samhengi við að nýlega endurnýjar borgin ekki samstarf sitt við FÚSK, sjálfbæra listamenn sem höfðu komið sér fyrir í Gufunesi og héldu þar gríðarlegt magn af frábærum viðburðum,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins. Tónlist Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Raftónlist og pólskur matur Fjölbreyttur hópur listamanna kemur fram á Super Soaker, sem sérhæfa sig í raftónlist og hvers kyns afbrigðum hennar. Einnig verður sérstakt pólskt matar POP-up á efri hæð Priksins í höndum matarlista-hópsins BABCIA, sem þær Kosmonatka og Pola Sutryk fara fyrir. Af tónlistarfólkii ber að nefna BART, SODDILL, og RONJA, en þá einna helst tónlistarmanninn UMRU. Það verður mikið um að vera annað kvöld á Prikinu.Kosmonatka Vann með Charli XCX „UMRU kom eins og stormsveipur inn á plötusnúða og raftónlistarskapara senuna, en hann var aðeins 17 ára þegar hann kom að plötunni POP 2 með tónlistarkonunni Charli XCX. Hann hefur einnig unnið með Yung Kayo og Tommy Cash. UMRU er hreinn hvalreki fyrir unnendur raftónlistar og framúrstefnu popptónlistar,“ segir í fréttatilkynningu. Pussy Riot meðlimur með sóló verkefni Á laugardagskvöldinu verður einnig mikið um að vera en tónlistarkonan og Pussy Riot meðlimurinn Diana er í hópi tónlistarfólks sem kemur fram þá. Diana hefur verið virkur meðlimur Pussy Riot í mörg ár og kom nýlega fram á tveimur tónleikum með sveitinni hér á Íslandi sem var hluti af mótmæla tónleikaferðalagi þeirra, Riot Days. Á laugardag mun hún svo koma fram undir sólóverkefni sínu, Rosemary Loves a Blackberry, í fyrsta sinn í Reykjavík. Auk hennar koma fram MC Myasnoi, Flaaryr og Knackered. 28. janúar verður viðburðurinn haldinn á 12 tónum.Kosmonatka Post-dreifing, sem stendur á bak við Super Soaker, er listasamlag sem kemur að útgáfu og ýmsum viðburðum og hefur vakið athygli undanfarin ár hér í Reykjavík. „Þau misstu nýlega rýmið sitt í Skerjafirði sem borgin hafði skaffað þeim, vegna kvartana frá nábúum, og var það mjög umdeild ákvörðun að úthýsa þeim. Furðulegt í samhengi við að nýlega endurnýjar borgin ekki samstarf sitt við FÚSK, sjálfbæra listamenn sem höfðu komið sér fyrir í Gufunesi og héldu þar gríðarlegt magn af frábærum viðburðum,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, eigandi Priksins.
Tónlist Menning Samkvæmislífið Tengdar fréttir Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vilja vekja athygli á því að rusl er gull RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest. 14. júní 2022 12:30