Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2023 20:06 Ragnheiður Antonsdóttir (t.v.), hjúkrunarfræðingur og Jórunn Valgarðsdóttir, læknir saman í einni vitjun Heimaspítalans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira