Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2023 20:06 Ragnheiður Antonsdóttir (t.v.), hjúkrunarfræðingur og Jórunn Valgarðsdóttir, læknir saman í einni vitjun Heimaspítalans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira