Hvetja 60 ára og eldri til að „láta hendur standa fram úr ermum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 10:25 Ragnheiður segir bólusetningar almennt hafa gengið vel í vetur. Vísir/Vilhelm „Við erum bara að reyna að halda fólki vakandi,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um auglýsingar sem meðal annars má finna á Vísi. Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þar er fólk 60 ára og eldra hvatt til að „láta hendur standa fram úr ermum“ og þiggja bólusetningu gegn Covid-19, ef fjórir mánuðir eru liðnir frá síðustu bólusetningu. Ragnheiður segir enga sérstaka ástæðu liggja að baki auglýsingunum, heldur sé Heilsugæslan einfaldlega að minna fólk á bólusetningarnar. „Þetta gengur vel og mér finnst fólk almennt vera að skila sér vel,“ segir Ragnheiður um aðsóknina í bólusetningar í vetur. „Það er bara mjög mikið af pestum í gangi og mjög mikið af Covid þannig að við erum að hvetja fólk til að koma ef það eru meira en fjórir mánuðir liðnir frá síðustu sprautu.“ Ragnheiður segir opið í bólusetningar á öllum stöðvum einhverja daga vikunnar en í Mjóddinni, Álfabakka 14, sé opið alla dag frá klukkan 9 til 15. Það er misjafnt hversu mikið fólk veikist af Covid-19 um þessar mundir; sumir fá væg einkenni en aðrir meiri. Ragnheiður segir það þó óbreytt að eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu þeir sem veikjast mest. „Þess vegna er það markhópurinn hjá okkur,“ segir hún. „Ungt, hresst fólk á að jafna sig vel á þessu. Alla vegna af þeim afbrigðum sem eru að ganga í dag.“ Samkvæmt upplýsingum á Covid.is, sem nú eru uppfærðar á þriðjudögum, er nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa nú 49,7. Staðfest smit eru 208.605 og endursmit 6.394. Alls hafa 55,4 prósent íbúa greinst með Covid-19. 82 prósent landsmanna 5 ára og eldri eru fullbólusett, það er að segja hafa fengið tvo skammta af bóluefni. Þá hafa 210.836 einstaklingar fengið þrjá skammta og 62.151 fengið fjóra skammta. Ragnheiður segir ekki standa til að boða aðra hópa í bólusetningu eins og stendur. Spurð að því hvort bólusetning gegn inflúensu standi enn til boða svarar hún játandi en með þeim fyrirvara að mjög hafi gengið á birgðirnar og óvíst að bóluefni sé fáanlegt alls staðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira