Kýrin Fata mjólkar mest allra kúa á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. janúar 2023 10:23 Fata og eigendur hennar, kúabændurnir í Gunnbjarnarholti, Arnar Bjarni og Berglind. Magnús Hlynur Hreiðarsson Afurðahæsta kýr landsins á nýliðnu ári er Fata á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Fata, sem er að verða átta ára og hefur eignast fimm kálfa, þar af tvær kvígur mjólkaði tæplega fimmtán þúsund lítra af mjólk á 11 mánaða tímabili. Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind. Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Í Gunnbjarnarholti er rekið myndarlegt kúabú með um 210 mjólkandi kúm og þar eru fjórir mjaltaþjónar. Flestar kýrnar mjólka mjög vel í fjósinu en engin eins og Fata, hún ber höfuð og herðar yfir allar kýrnar í Gunnbjarnarholti og allar kýr á Íslandi því hún mjólkaði 14.739 kg á síðasta ári, eða tæplega 15 þúsund lítra og er því afurðahæst yfir landið. „Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaklingar, sem skara fram úr en það má kannski segja að þetta sé ekki ólíkt því að reka landsliðið í handbolta, þjálfarinn þarf að standa sig og svo eru einhverjir einstaklingar, sem rísa upp og standa fram úr á hverjum tíma,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúabóndi í Gunnbjarnarholti. „Fata er einn af þeim gripum, sem maður veit aldrei af í fjósinu, maður veit varla að hún er til, hún bara skilar sínu og sér vel um sig og er ákveðin og hraust. Það eru þannig gripir, sem standa alltaf upp úr,“ bætir Arnar Bjarni við. Arnar Bjarni segir að Fata hafi á tveggja og hálfs mánaðar tímabili mjólkað um 50 lítra á dag en í dag sé hún að mjólka um 30 lítra á dag. Fata verður 8 ára í vor og hefur átt fimm kálfa, þrjú naut og tvær kvígur. Hún er afurðahæsta kýr landsins árið 2022.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju heitir Fata Fata? „Ég veit það eiginlega ekki, þetta er bara eitthvað nafnorð, sem ég valdi á hana“, segir Berglind Bjarnadóttir, kúabóndi í Gunnbjarnarholti og hlær. „Hún er að verða átta ár í vor og hefur borðið fimm sinnum og er bara mjög farsæll gripur en hún ber ekki aftur, hún lét um daginn og hún festir ekki fang held ég,“ segir Berglind enn fremur. En hvernig er að eiga svona grip? „Það er bara fínt, það mættu bara vera fleiri svona en hún mætti reyndar vera stærri en hún er mjög farsæl,“ segir Berglind.
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira