Felldu háttsettan ISIS-liða í hellum í Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 10:24 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra öruggari eftir árásina á miðvikudaginn. AP/Alex Brandon Bandarískir sérsveitarhermenn bönuðu í gær háttsettum leiðtoga Íslamska ríkisins í Afríku og tíu vígamönnum í árás í norðurhluta Sómalíu á miðvikudaginn. Bilal al-Sudani er sagður hafa verið einn af fjármálastjórum hryðjuverkasamtakanna en hann var felldur í árás á hella sem hann hélt til í fjöllum Sómalíu. AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023 Sómalía Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
AP fréttaveitan segir al-Sudani hafa verið lengi á ratsjá Bandaríkjamanna. Hann hafi á árum áður unnið fyrir al-Shabab hryðjuverkasamtökin í Sómalíu og hjálpað erlendum vígamönnum að ferðast til Sómalíu og berjast þar. Al-Sudani er einnig sagður hafa starfað með öðrum ISIS-liða að því að útvega hryðjuverkasamtökunum fjármuni og vígamenn. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagði að al-Sudani hafa átt mikinn þátt í auknum umsvifum ISIS í Afríku og að hann hafi fjármagnað árásir hryðjuverkasamtakanna um allan heim. „Þessi árás gerir Bandaríkin og bandamenn okkar öruggari og hún er til marks um vilja okkar til að vernda Bandaríkjamenn gegn hryðjuverkaógninni bæði heima fyrir og á erlendri grundu,“ sagði Lloyd. Hann sagði enga óbreytta borgara hafa sakað í árásinni. Engan hermann sakaði að öðru leyti en að einn þeirra var bitinn af hundi. Enn hefur tiltölulega lítið verið sagt um árásina annað en að hún hafi verið skipulögð í nokkra mánuði og að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi gefið hernum grænt ljós fyrr í þessari viku. AP hefur eftir embættismanni að áætlunin hafi gengið út á að handsama al-Sudani. Það hafi hins vegar ekki reynst hægt. The U.S. military conducted a successful counterterrorism operation in Somalia. https://t.co/F6MCDYLqwP pic.twitter.com/HHIW8VC3nZ— US AFRICOM (@USAfricaCommand) January 26, 2023
Sómalía Bandaríkin Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira