Ráðleggur konum á miðjum aldri að lyfta þungum lóðum Feel Iceland 30. janúar 2023 13:32 „Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst," segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur. Eyþór „Að eldast með reisn er ekki það sama og reyna að halda í við yngri konur. Líkaminn breytist og það er eðlileg vegferð sem við njótum að fylgjast með og sjá fegurðina í. Hreyfing, mataræði, hvíld og andleg næring eru lykilatriði sem við verðum að hlúa að. Við höfum gríðarleg áhrif á hvernig við eldumst, það er himinn og haf milli þeirra sem hreyfa sig og hreyfa sig ekki,” segir Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttafræðingur. Guðbjörg er eigandi G fit heilsuræktar í Garðabæ og hefur þjálfað í meira en 30 ár og veit hvað þarf til að halda líkamanum í góðu standi svo hann „endist“ eins og hún orðar það sjálf. Konur eru í miklum meirihluta. Hún segir hækkandi aldur ekki fyrirstöðu þess að vera í dúndurformi. Hlusta þurfi þó á líkamann, finna hvað hann þolir og stunda líkamsrækt reglulega. Stöðugleiki og rútína sé mikilvæg, líka þá daga þegar áhuginn er lítill. Mikilvægt er líka að velja sér góðan hóp sem þú myndar tengsl við og þá er alltaf gaman á æfingu. „Þú setur þér upp venjur sem þú fylgir. Þú hefur alltaf tíma, annað er afsökun,” segir Guðbjörg sposk. „Aðal atriði er að við viljum eldast og vera í góðu formi. Hafa orku, líða vel og njóta þess að takast á við hlutina sem lífið býður upp á.“ „Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Við höfum alltaf áhrif á það hvernig við eldumst Guðbjörg ráðleggur konum á miðjum aldri að reyna vel á vöðvana. Það stuðli meðal annars að beinþéttni að lyfta þungu. Við fáum hana til að gefa okkur nokkur skotheld ráð í átt að góðu formi. Lyftu lóðum og þungum lóðum, finndu vöðvana verða þreytta Gerðu HIIT æfingar (ákefð mikil og hvíld á milli) Þolæfing sem reynir á hjartað í lengri tíma Liðleikaæfingar „Toppformi er hægt að ná með því að stunda þessa þjálfun 3-4 x í viku, klst í senn eða oftar með því að taka 30 mín í einu. Fjölbreytni sem nær til allra þjálfunarþátta er mikilvæg. Vöðvamassinn eykst með því að lyfta lóðum og hefur bestu áhrifin á beinþéttnina,” útskýrir Guðbjörg og heldur áfram. „HIIT æfingar fela í sér snerpu sem halda hreyfingum okkar hröðum og unglegum. Þolæfing þjálfar hjartavöðvann, og hann þolir miklu meira en fólk heldur.” Að þessu sögðu bendir Guðbjörg á að við erum öll ólík og með ólíkar þarfir. Hraði og átök þurfi ekki alltaf að fara saman og það sama hentar ekki öllum. Öruggar æfingar skila verkjalausum líkama „Þú getur alltaf aðlagað æfingarnar að líkamanum og mýkt þær til að fá ekki eins mikið högg ef stoðkerfið þitt leyfir það ekki og sumir velja það að vera í rólegri tímum. Í rólegri tímum hjá mér í G-Fit, færðu þjálfun fyrir djúpvöðva og góða líkamsstöðu. Þú færð einnig styrktarþjálfun með eigin mótstöðu sem er mjög góð og nærð að laga þessi stoðkerfisvandamál sem eru algeng í öxlum, mjóbaki og mjöðmum. Þetta eru öruggar æfingar sem skila sér í verkjalausum líkama,“ útskýrir Guðbjörg. „Aðrir eru fyrir meiri átök, vilja svitna vel og fá púlsinn upp. Mikilvægast er að finna hvað líkaminn okkar þolir. Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Prótein mikilvæg viðbót Guðbjörg segir jafnvægi í mataræði skila bestum árangri og segist sjálf fylgja eins hreinu mataræði og kostur er. Hún tekur bætiefni eftir þörfum. „Ég reyni að ná meira próteini inn í mataræðið, kolvetni eru allt of auðveld. Horfa á fæðuflokkana og ná fjölbreytni. Holl fita er mikilvæg fyrir okkur og svo er auðvitað best að forðast sykur og sætindi. Við skulum samt njóta stundanna vel þegar við við viljum gera vel við okkur, það má alveg“ segir Guðbjörg. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina.Eyþór Feel Iceland í kaffið „Bætiefni eru mikilvæg og ég rálegg mínum konum að taka bætiefni á borð við íslensku kollagenvörurnar frá Feel Iceland. Ég set sjálf alltaf Feel Iceland kollagenpróteinduftið í kaffibollann minn tvisvar á dag. Það skilar mér miklu auk þess sem kaffið verður enn betra. Joint Rewind hylkin er frábært fyrir liðina sem er enn mikilvægara eftir því sem við eldumst og ég nota líka Age Rewind hylkin frá Feel Iceland, fyrir húðina." „Ég hef upplifað mörg dæmi þar sem mínar konur hafa fundið gríðarlegan mun á sér með Feel Iceland bætiefnunum og það verður hluti af lífsstílnum. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina. Ég passa einnig upp á að taka A- og D-vítamín, B-vítamín og góðgerla og svo auðvitað lýsi,“ segir Guðbjörg. Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Guðbjörg er eigandi G fit heilsuræktar í Garðabæ og hefur þjálfað í meira en 30 ár og veit hvað þarf til að halda líkamanum í góðu standi svo hann „endist“ eins og hún orðar það sjálf. Konur eru í miklum meirihluta. Hún segir hækkandi aldur ekki fyrirstöðu þess að vera í dúndurformi. Hlusta þurfi þó á líkamann, finna hvað hann þolir og stunda líkamsrækt reglulega. Stöðugleiki og rútína sé mikilvæg, líka þá daga þegar áhuginn er lítill. Mikilvægt er líka að velja sér góðan hóp sem þú myndar tengsl við og þá er alltaf gaman á æfingu. „Þú setur þér upp venjur sem þú fylgir. Þú hefur alltaf tíma, annað er afsökun,” segir Guðbjörg sposk. „Aðal atriði er að við viljum eldast og vera í góðu formi. Hafa orku, líða vel og njóta þess að takast á við hlutina sem lífið býður upp á.“ „Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Við höfum alltaf áhrif á það hvernig við eldumst Guðbjörg ráðleggur konum á miðjum aldri að reyna vel á vöðvana. Það stuðli meðal annars að beinþéttni að lyfta þungu. Við fáum hana til að gefa okkur nokkur skotheld ráð í átt að góðu formi. Lyftu lóðum og þungum lóðum, finndu vöðvana verða þreytta Gerðu HIIT æfingar (ákefð mikil og hvíld á milli) Þolæfing sem reynir á hjartað í lengri tíma Liðleikaæfingar „Toppformi er hægt að ná með því að stunda þessa þjálfun 3-4 x í viku, klst í senn eða oftar með því að taka 30 mín í einu. Fjölbreytni sem nær til allra þjálfunarþátta er mikilvæg. Vöðvamassinn eykst með því að lyfta lóðum og hefur bestu áhrifin á beinþéttnina,” útskýrir Guðbjörg og heldur áfram. „HIIT æfingar fela í sér snerpu sem halda hreyfingum okkar hröðum og unglegum. Þolæfing þjálfar hjartavöðvann, og hann þolir miklu meira en fólk heldur.” Að þessu sögðu bendir Guðbjörg á að við erum öll ólík og með ólíkar þarfir. Hraði og átök þurfi ekki alltaf að fara saman og það sama hentar ekki öllum. Öruggar æfingar skila verkjalausum líkama „Þú getur alltaf aðlagað æfingarnar að líkamanum og mýkt þær til að fá ekki eins mikið högg ef stoðkerfið þitt leyfir það ekki og sumir velja það að vera í rólegri tímum. Í rólegri tímum hjá mér í G-Fit, færðu þjálfun fyrir djúpvöðva og góða líkamsstöðu. Þú færð einnig styrktarþjálfun með eigin mótstöðu sem er mjög góð og nærð að laga þessi stoðkerfisvandamál sem eru algeng í öxlum, mjóbaki og mjöðmum. Þetta eru öruggar æfingar sem skila sér í verkjalausum líkama,“ útskýrir Guðbjörg. „Aðrir eru fyrir meiri átök, vilja svitna vel og fá púlsinn upp. Mikilvægast er að finna hvað líkaminn okkar þolir. Ef þú ætlar þér meira og fá allt það sem líkaminn þarf til að vera í toppformi þá þarftu átökin með.“ Prótein mikilvæg viðbót Guðbjörg segir jafnvægi í mataræði skila bestum árangri og segist sjálf fylgja eins hreinu mataræði og kostur er. Hún tekur bætiefni eftir þörfum. „Ég reyni að ná meira próteini inn í mataræðið, kolvetni eru allt of auðveld. Horfa á fæðuflokkana og ná fjölbreytni. Holl fita er mikilvæg fyrir okkur og svo er auðvitað best að forðast sykur og sætindi. Við skulum samt njóta stundanna vel þegar við við viljum gera vel við okkur, það má alveg“ segir Guðbjörg. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina.Eyþór Feel Iceland í kaffið „Bætiefni eru mikilvæg og ég rálegg mínum konum að taka bætiefni á borð við íslensku kollagenvörurnar frá Feel Iceland. Ég set sjálf alltaf Feel Iceland kollagenpróteinduftið í kaffibollann minn tvisvar á dag. Það skilar mér miklu auk þess sem kaffið verður enn betra. Joint Rewind hylkin er frábært fyrir liðina sem er enn mikilvægara eftir því sem við eldumst og ég nota líka Age Rewind hylkin frá Feel Iceland, fyrir húðina." „Ég hef upplifað mörg dæmi þar sem mínar konur hafa fundið gríðarlegan mun á sér með Feel Iceland bætiefnunum og það verður hluti af lífsstílnum. Önnur ástæða þess að ég tek inn Feel Iceland kollagenvörurnar er að ég tel þær fyrirbyggjandi, sem skili sér fyrir framtíðina. Ég passa einnig upp á að taka A- og D-vítamín, B-vítamín og góðgerla og svo auðvitað lýsi,“ segir Guðbjörg.
Heilsa Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira