Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2023 10:33 Stillimynd úr myndskeiði sem sýnir atburðarásina í Memphis þann 7. janúar. AP/Memphis-borg Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni. Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Fimm lögreglumenn í Tennessee hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið Nichols til bana eftir að hafa stöðvað hann við umferðareftirlit. Líkamsárásin er sögð hafa átt sér stað um 73 metrum frá heimili móður hans. Þetta má lesa í umfjöllun Guardian um málið. Lögreglumennirnir hafa allir verið reknir og gætu átt yfir höfði sér allt að sextíu ára fangelsi verði þeir sakfelldir. Lögreglan í Memphis segir að verklagsreglur hafi verið þverbrotnar, með óhóflegri valdbeitingu og auk þess að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar. Í upphafi gaf lögregla út að Nichols hafi verið stöðvaður vegna gruns um glæfralegan akstur en embættið hefur ekki birt nein gögn því til stuðnings. Varað er við ofbeldisfullu efni í myndskeiðinu. Lögreglustjóri segir að valdbeitingin hafi verið svívirðileg. Greint hefur verið frá því að bandarísk yfirvöld óttist að það sjóði upp úr í kjölfar birtingar myndbandsins en atvikið er það nýjasta í röð áberandi mála þar sem svartur maður lést í haldi lögreglu án þess að hann grípi til vopns. Hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatt fólk í Tennessee-ríki til að halda ró sinni. Hefur viðbúnaður lögreglu verið aukinn til muna vegna þessa en fólk hefur komið saman í Memphis til að mótmæla aðgerðum lögreglu í kjölfar birtingarinnar. Reyndi að flýja lögreglu Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum lögreglu gefa til kynna að yfir tuttugu mínútur hafi liðið frá því að barsmíðunum lauk þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Á myndbandinu má sjá hvernig tveir lögreglumenn nálguðust Nichols á gatnamótum í Memphis og skipuðu honum ítrekað að stíga út úr bílnum áður en hann var dreginn út. Lögreglumennirnir fimm, Tadarrius Bean, Demetrius Haley, Emmitt Martin III, Desmond Mills, Jr. og Justin Smith sem ákærðir eru fyrir verknaðinn.AP „Ég gerði ekki neitt“ heyrist Nichols segja þegar annar lögreglumannanna skipar honum að leggjast á jörðina og hótar að beita rafbyssu. Þegar hinn 29 ára Nichols er kominn niður á jörðina tjáir hann þeim að honum þyki þessi viðbrögð vera fullharkaleg miðað við aðstæður: „Ég er bara að reyna að komast heim.“ Skömmu síðar stendur hann upp og tekur á sprett frá lögreglu. Heyrist þá einn lögregluþjónanna segjast vona að „þeir berji hann“. Þegar Nichols var handsamaður aftur á öðrum gatnamótum létu lögreglumennirnir höggin dynja á honum í nokkrar mínútur og veittu honum þannig alvarlega áverka. Myndskeið úr nálægri öryggismyndavél virðist sýna hvernig einn þeirra sparkaði tvisvar í höfuð hans á meðan Nichols lá handjárnaður á jörðinni.
Bandaríkin Tengdar fréttir Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25