Derby er í fjórða sæti ensku C-deildarinnar á meðan West Ham er í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar og telja margir að farið sé að hitna undir David Moyes í stjórastólnum hjá West Ham.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Auk þess verður sýndur leikur beint úr ítölsku úrvalsdeildinni þar sem Udinese og Hellas Verona mætast.
Þá er Subway Körfuboltakvöld, Seinni bylgjan og GameTíví öll á sínum stað með sinn vikulega þátt.