„Þetta er óþekkjanlegt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2023 20:30 Gámur og vinnuskúr voru staðsettir þar sem rauði hringurinn er. Svörtu hringirnir sýna staðsetningu þeirra eftir flóðið. Kristbjörn B. Einarsson Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni. Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var í birtingu á föstudag sem krapaflóðið uppgötvaðist. Sigurður Haukur Jónsson bóndi á Skollagróf undraðist þá dökka þúst sem hann sá glitta í niður í svokölluðu Grófargili. Bóndi hugsaði með sér að þar væru líklega kýr sem hefðu hópað sig saman en við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða vatnstank sem borist hafði mörg hundruð metra með flóðinu. Og flóðið tók fleira með sér; eins og sýnt er í fréttinni hér að ofan bárust gámur og vinnuskúr langa leið. Munirnir sem um ræðir eru í eigu fyrirtækisins Orion sem er með vinnusvæði í Grófarnámu. Helgi Valdimar Sigurðsson, sonur áðurnefnds bónda, var á meðal þeirra sem sinntu björgunaraðgerðum á föstudag. „Þetta hefur örugglega verið svolítið erfitt að horfa á þetta. Það voru gröfur og vélar í krapa og vatni og allir lausamunir horfnir. Rafstöðvar og skóflur og gröfurnar og dót frá þeim sem enginn veit hvar er núna.“ Svona var aðkoman fyrst í Hvítá á föstudagsmorgun. Við mikið átak tókst þó að bjarga stærstu tækjum. En Helgi segir þau ábúendur á Skollagróf einnig hafa orðið fyrir miklu tjóni. Flóðið hafi til dæmis hrifsað með sér girðingar á löngum köflum. Hvort tjón hafi orðið á túnum verði að koma í ljós þegar leysir. Munið þið eftir öðru eins? „Nei. Allavega ekki ég og ekki eldri menn heldur. Þetta er mikið hærra og meira inni á landi en hefur komið áður.“ Kristbjörn Borgþór Einarsson veður út að gröfunni í von um að hún færi í gang, sem hún og gerði.Aðsend Og hvernig er að horfa yfir þetta, er svæðið alveg óþekkjanlegt? „Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvar er hvað. Þetta er óþekkjanlegt.“ Mikill krapi er enn í gljúfrinu við bæinn þó að stíflan hafi brostið á föstudag, að sögn Helga. Áfram verði fylgst vel með stöðunni.
Hrunamannahreppur Náttúruhamfarir Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira