„Eins og að setja startvökva á gamla díselvél“ Snorri Másson skrifar 30. janúar 2023 08:46 Sunna Dís Másdóttir rithöfundur var sigursæl í liðinni viku eftir að hún hlaut hinn svonefnda Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir frumsamið ljóð. Tekið var hús á henni í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem rithöfundar ýmsir hafa aðsetur í góðu yfirlæti. Innslagið má sjá í Íslandi í dag hér að ofan og hefst á níundu mínútu. Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Um leið var Sunna spurð út í forvitnilegt ritlistarnámskeið sem hún hefur haldið úti, þar sem óbreyttir borgarar eru látnir skrifa texta á hverjum morgni samkvæmt kveikjum sem koma frá leiðbeinandanum, Sunnu. Sunna Dís Másdóttir rithöfundur hefur í nógu að snúast.Vísir/Einar Árangurinn lætur ekki á sér standa: „Það var einhver sem sagði að þetta væri eins og að setja startvökva á gamla díselvél. Sem mér finnst sérstaklega ánægjulegt að heyra,“ segir Sunna. Þar að auki sjái hún kunnugleg andlit, sem sé fyrrum þátttakendur, á verðlaunaafhendingum í ljóðasamkeppnum. Einhverju er þetta að skila. Gröndalshús sem á nítjándu öld var heimili Benedikts Gröndals skálds og náttúrufræðings hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú atvinnuhúsnæði fyrir höfunda úr ýmsum áttum. „Það er mjög gott að skrifa og fílósófera í þessu húsi,“ segir Sunna. Benedikt Gröndal bjó í húsinu 1888-1907.Vísir/Einar Á eftir þegar þú ert búin að deyja Ljóðið sem Sunna var verðlaunuð fyrir lagði hún drög að fyrir um fimm árum, skömmu eftir að amma hennar lést. Nýlega og í aðdraganda samkeppninnar þótti Sunnu tímabært að leggja lokahönd á ljóðið, með þessum ágæta árangri. Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Á eftir þegar þú ert búin að deyja Á eftir þegar þú ert búin að deyja ætla ég að taka þig með mér héðan, sveipa um þig dimmrauða teppinu sem þú felur þig undir, hylja þig nepalskri jakuxaull og stinga tönnunum þínum í vasann. Vatnið drýpur úr svampinum á náttborðinu. Hann er tannholdsbleikur á hvítum pinna og þú læsir kjálkunum um hann eins og ungbarn um móðurbrjóst þegar hann strýkst við varir þínar. Fyrsta viðbragðið er það síðasta sem hverfur. Á eftir þegar þú ert búin að deyja förum við í sirkus og borðum kandíflos sem límist í góminn klístrast við tannholdið spunninn sykur á pappírsvafningi, hann leysist upp á tungunni eins og tíminn og ég rétti þér tennurnar og sé hendur þínar verða fleygar á ný. Sunna Dís Másdóttir
Ljóðlist Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira