Punktur & basta: AC Milan í frjálsu falli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 15:00 AC Milan leikmaðurinn Sandro Tonali er hér sparkaður niður á móti Sassuolo. AP/Antonio Calanni Punktur & basta fór yfir leiki helgarinnar í ítalska fótboltanum og þá sérstaklega óvæntan skell AC Milan liðsins. Ítölsku meistararnir í AC Milan eru að upplifa mjög erfiða tíma núna. AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira
AC Milan tapaði 2-5 á heimavelli á móti Sassuolo um helgina eftir að hafa fengið á sig þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. AC Milan hefur aðeins náð í tvö stig úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum og titildraumar liðsins hafa um leið orðið endanlega að engu. Internazionale, Lazio og Atalanta hafa líka öll komist upp fyrir AC Milan í síðustu umferðum. „Förum yfir í AC Milan og áhugaverðustu úrslit helgarinnar. Þeir mættu Sassuolo, sem hafa verið að daðra við falldrauginn eftir áramót og enda á því að fá fimm mörk í andlitið á heimavelli,“ sagði Þorgeir Logason. „Þessir síðustu sex leikir AC Milan. Þetta hefur ekki verið fallegt. Jafntefli á móti Roma, þar byrjar hrunið eftir að þeir fá á sig tvö mörk undir lokin. Tapa síðan fimm leikjum í röð og tapa öllum þessum bikurum frá sér,“ sagði Þorgeir. „Þeir eru ennþá með þennan rúmenska í markinu, Ciprian Tatarusanu, og það eru þvílík vonbrigði að AC Milan hafi ekki sótt sér markmann. Þetta gæti kostað þá Meistaradeildarsæti. Ég held að Mike Maignan eigi ekki að koma til baka fyrr en um miðjan febrúar,“ sagði Björn Már Ólafsson. „Hann er búinn að missa traust varnarmannanna og það er svo óþægilegt fyrir varnarmenn að vera spila fyrir framan markmann sem þeir treysta ekki. Það smitast inn í liðið en mér finnst vandamál AC Milan líka vera liðsandinn. Hungrið er ekki til staðar hjá AC Milan að sækja á þetta Napoli lið sem er einhvern veginn óstöðvandi. Að lenda í öðru sæti, sjö stigum á eftir Napoli, er ekki eitthvað sem þeir eru gíraðir í,“ sagði Björn Már. „Það lýsir sér í frammistöðu leikmanna. Þeir eru farnir að spila upp á sína eigin hæfileika og sem dæmi voru allir leikmenn AC Milan farnir að skjóta í seinni hálfleik,“ sagði Björn. „Stefano Pioli þjálfari talaði um það eftir leikinn á móti Sassuolo að þeir hafi brotnað á móti Roma. Mourinho bara braut hann. Þessi tvö mörk sem þeir fengu undir lokin þýðir að þeir hafi ekki verið þeir sömu og einhvern veginn er allur vindur farinn úr blöðrunni,“ sagði Árni Þórður Randversson. „Það er derby slagur næst hjá þeim en það er oft þannig á Ítalíu að það lið sem kemur í verra formi inn í derby slag og hefur engu að það tapa, það er oft liðið sem vinur slaginn,“ sagði Árni Þórður. Það má hlusta á frekari greiningu á AC Milan í þættinum sem er aðgengilegur hér fyrir neðan.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Sjá meira