Hafa áhyggjur af strandaglópum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. janúar 2023 17:54 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn. Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn.
Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03