Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 31. janúar 2023 06:48 Björgunarsveit að störfum í gær. Mynd/Landsbjörg Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn. Veður Færð á vegum Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn.
Veður Færð á vegum Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira