„Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 13:01 Hulda Björk Ólafsdóttir á ferðinni í leik með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í körfuboltakvöldi telur að gengið hafi verið fram hjá einum leikmanni í Subway deild kvenna í körfubolta þegar nýjasti landsliðshópurinn var valinn. Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigu bíl Enski boltinn „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í næsta mánuði tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM. Íslenska landsliðið á ekki lengur möguleika á að komast áfram en liðið spilar ekki marga landsleiki á ári þannig að valið á liðinu skiptir miklu máli fyrir flesta bestu leikmenn landsins. Subway Körfuboltakvöld ræddi landsliðsvalið í þætti sínum í gær og þar spurði Hörður Unnsteinsson sérfræðinga sína hvort þær væru sammála valinu. „Ég verða að vera hreinskilin því ég er það ekki alveg. Án þess að lasta hana eitthvað þá finnst mér Emma Sóldís (Svan Hjördísardóttir) ekki hafa staðið sig nóg í vetur til að vera í hópnum miðað við aðrar sem voru ekki valdar,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingum í Körfuboltakvöldi. Miklu betri varnarmaður „Auðvitað er ég Grindvíkingur og ég þekki Huldu (Björk Ólafsdóttur) en Hulda er búin að vera frábær í vetur. Hún er með mun hærra meðaltal heldur en Emma Sóldís og er miklu betri varnarmaður. Hún er alltaf að dekka bestu sóknarmennina,“ sagði Ólöf Helga. Hulda Björk Ólafsdóttir er nítján ára gömul og er að skora 11,8 stig og taka 3,8 fráköst í leik með Grindavík í Subway-deildinni í vetur. „Mér finnst hún hafa verið snuðuð í þessu vali miðað við hvernig hún er búin að standa sig. Hún er búin að vera stöðug, geggjuð í vörn, góð að skjóta og keyrir á körfuna á meðan Emma er bara búin að vera lala. Hulda inn fyrir Emmu allan daginn,“ sagði Ólöf. „Það eru sjö íslenskir leikmenn með hærra meðaltal en Emma á milli Huldu og Emmu. Hulda er með 11,8 stig í leik á meðan Emma er með 8,9 stig í leik. Það er gríðarlegur munur á þessu og skil þetta ekki alveg. Emma getur alveg verið góð en mér finnst þetta svolítið gefins. Hulda hefur áður verið snuðuð,“ sagði Ólöf. Réttmæt reiði í Keflavík? Hörður nefndi einnig þá staðreynd að topplið Keflavíkur væri aðeins með einn leikmann í liðinu og umræðan barst að Birnu Valgerði Benónýsdóttur sem gaf ekki kost á sér í liðið. Það kom þó ekki í ljós fyrr en fjölmiðlar voru búnir að vekja athygli á fjarveru hennar í liðinu. „Ein af tíu úr toppliði Keflavíkur. Er réttmæt reiði í Keflavík,“ spurði Hörður Unnsteinsson en Ingibjörg Jakobsdóttir vildi ekki alveg ganga svo langt. „Við héldum á Birna hefði verið snuðuð en hún gaf ekki kost á sér,“ skaut Ólöf inn í. Eftirá skýring „Ég ætla að kalla eftirá skýring. Þetta er klassísk eftirá skýring því af hverju var nafn hennar ekki á listanum,“ sagði Hörður og vísaði þar í fréttatilkynningu KKÍ þar sem þrjár aðrar fjarverandi voru nefndar á nafn. Það má finna alla umræðuna um landsliðsvalið hér fyrir neðan. Klippa: Umræða um val á kvennalandsliðinu í körfubolta
Landslið kvenna í körfubolta Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigu bíl Enski boltinn „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira