Ólafur Kjartan söng í Royal Opera House: „Stór stund fyrir mig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. janúar 2023 15:30 Ólafur Kjartan Sigurðarson kom fram í Royal Opera House í Covent Garden á sunnudagskvöld í óperunni Tannhäuser. Clive Barda Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans. Þrjár stórar sýningar á einni viku Það er nóg um að vera í lífi Ólafs Kjartans sem var að klára þrjár stórar sýningar á viku og er nú staddur í Köln fyrir næstu sýningu. Þar síðustu helgi var hann í Bergen, Noregi að sýna Parsifal eftir Wagner og stökk svo inn sem Hollendingurinn fljúgandi í Þýskalandi. Á miðvikudaginn í síðustu viku fékk hann svo símtal þar sem hann var beðinn að hlaupa í skarðið í Royal Opera House. „Eins og oft gerist í bransanum verða forföll. Kollegi sem átti að syngja þetta hlutverk í Tannhäuser veiktist, þeir höfðu samband á miðvikudaginn, ég flaug út á fimmtudaginn, söng lokaæfingu á fimmtudagskvöld og á frumsýningunni í fyrradag.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson sem Alberich í Rheingold hjá óperunni í Gautaborg.Mats Bäcker Gríðarleg tækifæri Hann segir óljóst hvort hann verði meira í Tannhäuser en það er mikilvægt að halda sér á tánum í bransanum, þar sem allt getur gerst. „Þetta gerist mjög oft og má segja að sé leiðinda aukaverkun af Covid, þá voru náttúrulega margir kollegar sem veiktust. Það er kannski ekki viðeigandi að segja þetta í þessu samhengi en eins dauði getur verið annars brauð. Ég sjálfur veiktist í byrjun janúar og þurfti að forfallast á Rigoletto sýningu í Prag.“ Hann segist þó vera einn af þeim heppnu þar sem hann verður mjög sjaldan veikur og hefur sjaldan þurft að aflýsa. „En einhvern tíma segir skrokkurinn stopp og þá getur verið ansi dýrmætt að vera tilbúinn með eitthvað magn af hlutverkum sem maður kann. Þá getur maður stokkið inn og í þessu geta leynst gríðarleg tækifæri, eins og hjá mér í fyrradag.“ Ólafur Kjartan ásamt kollegum sínum á sviðinu í Covent Garden.Clive Barda Draumur allra söngvara Þetta var frumraun Ólafs Kjartans á sviðinu í Royal Opera House. „Það gekk glimrandi vel og var alveg óskaplega gaman. Kompaníið og kollegar tóku mér opnum örmum og þetta er gríðarlega spennandi vinnustaður að koma inn á. Það er draumur allra söngvara að syngja í þessum helstu húsum í heimi og þetta er eitt af aðalsviðunum. Þetta var stór stund fyrir mig og heimsklassa kollegar til hægri og vinstri. Í tveimur aðal kvenhlutverkunum voru tvær súperstjörnur sem ég hef verið með á Bayreuth hátíðinni í Þýskalandi þannig að við þekkjumst vel. Svo þarna voru margir kunningjar og vinir og þrátt fyrir að þetta væri frumraun hjá mér var þetta pínu eins og að koma heim. Mér leið afskaplega vel á þessu sviði og stefni á að þetta hafi ekki verið í síðasta skipti sem ég kem þar fram.“ Dagbókin er þétt til ársins 2025 hjá óperusöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni,Isolde Stein-Leibold Margt á döfinni Það er nóg fyrir stafni hjá Ólafi Kjartani sem segir dagbókina blessunarlega vera mjög þétta hjá sér til ársins 2025. Hann segir mikið lán að vera sjálfstætt starfandi og geta tekið að sér alls kyns verkefni. „Það sem tekur nú við er verkefni við Óperuna í Köln sem er Luisa Miller eftir Verdi. Svo eru sýningar í Prag og Wagnerhátíðin í Bayreuth en það lítur allt út fyrir að ég verði þar til ársins 2026. Svo liggur leiðin til Mílan í haust að sýna La Scala óperuna,“ segir Ólafur Kjartan að lokum. Menning Tónlist Bretland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Þrjár stórar sýningar á einni viku Það er nóg um að vera í lífi Ólafs Kjartans sem var að klára þrjár stórar sýningar á viku og er nú staddur í Köln fyrir næstu sýningu. Þar síðustu helgi var hann í Bergen, Noregi að sýna Parsifal eftir Wagner og stökk svo inn sem Hollendingurinn fljúgandi í Þýskalandi. Á miðvikudaginn í síðustu viku fékk hann svo símtal þar sem hann var beðinn að hlaupa í skarðið í Royal Opera House. „Eins og oft gerist í bransanum verða forföll. Kollegi sem átti að syngja þetta hlutverk í Tannhäuser veiktist, þeir höfðu samband á miðvikudaginn, ég flaug út á fimmtudaginn, söng lokaæfingu á fimmtudagskvöld og á frumsýningunni í fyrradag.“ Ólafur Kjartan Sigurðarson sem Alberich í Rheingold hjá óperunni í Gautaborg.Mats Bäcker Gríðarleg tækifæri Hann segir óljóst hvort hann verði meira í Tannhäuser en það er mikilvægt að halda sér á tánum í bransanum, þar sem allt getur gerst. „Þetta gerist mjög oft og má segja að sé leiðinda aukaverkun af Covid, þá voru náttúrulega margir kollegar sem veiktust. Það er kannski ekki viðeigandi að segja þetta í þessu samhengi en eins dauði getur verið annars brauð. Ég sjálfur veiktist í byrjun janúar og þurfti að forfallast á Rigoletto sýningu í Prag.“ Hann segist þó vera einn af þeim heppnu þar sem hann verður mjög sjaldan veikur og hefur sjaldan þurft að aflýsa. „En einhvern tíma segir skrokkurinn stopp og þá getur verið ansi dýrmætt að vera tilbúinn með eitthvað magn af hlutverkum sem maður kann. Þá getur maður stokkið inn og í þessu geta leynst gríðarleg tækifæri, eins og hjá mér í fyrradag.“ Ólafur Kjartan ásamt kollegum sínum á sviðinu í Covent Garden.Clive Barda Draumur allra söngvara Þetta var frumraun Ólafs Kjartans á sviðinu í Royal Opera House. „Það gekk glimrandi vel og var alveg óskaplega gaman. Kompaníið og kollegar tóku mér opnum örmum og þetta er gríðarlega spennandi vinnustaður að koma inn á. Það er draumur allra söngvara að syngja í þessum helstu húsum í heimi og þetta er eitt af aðalsviðunum. Þetta var stór stund fyrir mig og heimsklassa kollegar til hægri og vinstri. Í tveimur aðal kvenhlutverkunum voru tvær súperstjörnur sem ég hef verið með á Bayreuth hátíðinni í Þýskalandi þannig að við þekkjumst vel. Svo þarna voru margir kunningjar og vinir og þrátt fyrir að þetta væri frumraun hjá mér var þetta pínu eins og að koma heim. Mér leið afskaplega vel á þessu sviði og stefni á að þetta hafi ekki verið í síðasta skipti sem ég kem þar fram.“ Dagbókin er þétt til ársins 2025 hjá óperusöngvaranum Ólafi Kjartani Sigurðarsyni,Isolde Stein-Leibold Margt á döfinni Það er nóg fyrir stafni hjá Ólafi Kjartani sem segir dagbókina blessunarlega vera mjög þétta hjá sér til ársins 2025. Hann segir mikið lán að vera sjálfstætt starfandi og geta tekið að sér alls kyns verkefni. „Það sem tekur nú við er verkefni við Óperuna í Köln sem er Luisa Miller eftir Verdi. Svo eru sýningar í Prag og Wagnerhátíðin í Bayreuth en það lítur allt út fyrir að ég verði þar til ársins 2026. Svo liggur leiðin til Mílan í haust að sýna La Scala óperuna,“ segir Ólafur Kjartan að lokum.
Menning Tónlist Bretland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira