Snorri Steinn: Slen ekki afsökun eftir sex vikna pásu Andri Már Eggertsson skrifar 31. janúar 2023 21:35 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur á Gróttu 28-32. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn þar sem Valur komst í fyrsta sinn yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Þetta var sætur og erfiður sigur. Grótta spilaði vel en við misstum þá ekki of langt fram úr okkur og Björgvin Páll varði réttu boltana. Hann lokaði ekki markinu en við höfum rætt það ef markvarslan er góð á síðustu fimmtán þá er alltaf möguleiki og það var raunin í kvöld,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Snorri var ekki sáttur með hvernig Valur byrjaði leikinn þar sem honum fannst vanta mikið upp á bæði í vörn og sókn. „Við vorum seinir í gang á báðum endum vallarins. Ég get ekki talað um slen eftir sex vikna pásu. Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í byrjun og það vantaði herslumuninn hér og þar. Bæði varnarlega, hraðaupphlaupum, markvarslan og þegar það vantar upp á allt þá verður leikurinn eins og hann var.“ „Ég tók áhættu og reyndi að brjóta þetta upp með 5-1 vörn og það gekk ekki sem varð til þess að við breyttum og náðum að snúa þessu við á réttu augnablikunum.“ Líkt og Valur fékk að kynnast fyrir áramót verður gríðarlegt leikjaálag á liðinu í febrúar. Snorra hlakkaði til að takast á við það en verður að gera það án Róberts Arons Hostert sem gæti verið frá út tímabilið. „Febrúar verður skemmtilegur. Við erum að fara spila í deild, bikar og Evrópukeppni. Þetta verður krefjandi og það verður álag á liðinu en við prófuðum þetta fyrir áramót sem gekk ágætlega þrátt fyrir að menn helltust úr lestinni hægt og rólega. Það verður mitt að stýra því og vonandi förum við heilir í gegnum þetta. Ef ég verð með lungað úr liðinu frískt þá óttast ég þetta ekkert. Við tókum einn leik í einu síðast og það hentar okkur ágætlega.“ Róbert Aron Hostert var ekki með Val í kvöld og Snorri Steinn greindi frá því að Róbert verður lengi frá vegna meiðsla. „Róbert Aron verður lengi frá. Það er ekki vitað hvort Róbert Aron verður frá út tímabilið en hann er bara meiddur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Grótta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira