Hylkið, sem notað er af námafyrirtækinu Rio Tinto til að kortleggja námur fyrirtækisins inniheldur geislavirka efnið Sesíum sem getur orsakað veikindi og bruna á húð og því reið á að finna það sem fyrst.
'Það var þó ekki létt verk þar sem hylkið er aðeins sex millimetrar í þvermál og týndist einhverstaðar á 1400 kílómetra löngum vegarkafla. Því skal ekki undra að verkefninu hafi verið líkt við leit að nál í heystakki.
Rio Tinto hefur þegar beðist afsökunar á atvikinu og lofar að rannsaka hvað orsakaði það að taflan skyldi týnast.