Lúkas Logi hafði verið í verkfalli hjá Fjölni, ósáttur við að félagið hefði ekki samþykkt tilboð í hann, en það staðfesti Geir Kristinsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Fótbolta.net á laugardag.
Sagði Geir að Lúkas Logi hefði sleppt því að mæta á nokkrar æfingar og að það væri vissulega ekki ákjósanlegt að samningsbundinn leikmaður hagaði sér þannig. Félaginu hefði hins vegar einfaldlega ekki borist nægilega gott tilboð í leikmanninn en nú hefur ræst úr því.
Lúkas Logi var á mála hjá ítalska félaginu Empoli veturinn 2021-22 en spilaði svo með Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar og skoraði þá átta mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni.
Alls hefur Lúkas Logi skorað níu mörk í 37 deildarleikjum fyrir Fjölni en þar af eru sex leikir í efstu deild árið 2020. Þá á hann að baki sex leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Óliver Steinar mættur frá Atalanta
Valsmenn hafa einnig samið við annan ungan leikmann sem dvalið hefur á Ítalíu því Óliver Steinar Guðmundsson kemur til félagsins frá Atalanta. Óliver fór 16 ára gamall til Atalanta frá Haukum en hann verður 19 ára í maí. Óliver hefur leikið með U18- og U19-liðum Atalanta sem miðjumaður og einnig með U19-landsliði Íslands.
Óliver Steinar Guðmundsson í Val frá Atalanta
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 1, 2023
Við bjóðum Óliver velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/qdnWsReHTB@bestadeildin @VisirSport @mblsport @433_is @Fotboltinet pic.twitter.com/0WTNdaAReI