Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 17:07 Lögreglan í Ingolstadt við rannsókn málsins. Getty/Peter Kneffel Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira