Píratar vilja þrýsta útlendingafrumvarpi aftur til nefndar Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. febrúar 2023 18:07 Þórhildur Sunna segir mál dómsmálaráðherra vont og illa unnið. Vísir/Vilhelm Þingmenn hafa rætt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög í þrjátíu og eina klukkustund frá því Alþingi kom saman eftir áramót. Þingflokksformaður Pírata segir frumvarpið meingallað og brjóta á mannréttindum flóttafólks. Stjórnarflokkarnir gætu lokið umræðunni með því að kalla málið aftur til nefndar til lagfæringar. Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga er vægast sagt umdeilt. Ekki tókst að ljúka umræðunni fyrir áramót þegar það var rætt í 41 klukkustund á Alþingi. Frumvarpið hefur síðan verið nánast eina málið á dagskrá þingsins eftir áramót. Að loknum þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær hafði málið verið rætt í 31 klukkustund í janúar, eða samanlagt í 72 klukkustundir frá því umræður hófust fyrir áramót eða í þrjá sólarhringa. Stjórnarliðar séu hvattir til að hlusta ekki Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvenær umræðunni gæti lokið. En þingmenn Pírata voru einir í rúmlega níu klukkustunda umræðum í gær. „Það liggja fyrir mjög neikvæðar og alvarlegar umsagnir frá helstu mannréttindasamtökum á Íslandi. Við erum að tala um Amnesty International, Rauða krossinn, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og svo mætti lengi, lengi telja,“ segir Þórhildur Sunna. Góðar ástæður væru til að ætla að lög af þessu tagi myndu brjóta á réttindum flóttafólks, sér í lagi á réttindum barna á flótta. Því væri mikilvægt að fara í gegnum öll ákvæði frumvarpsins. Stjórnarflokkarnir setja nánast engin önnur mál á dagskrá þingsins og ætla greiniega með því að koma málinu í gegn. „Dómsmálaráðherra Íslands liggur mikið á að koma þessu máli í gegn, áður en hann fer að gera eitthvað annað en það sem hann er að gera. Þannig að mögulega er verið að setja mikinn þrýsting á stjórnarliða að hlusta ekki. Ekki bara á okkur Pírata, sem ég átta mig á að getur stundum verið erfitt, en að hlusta ekki á öll þau samtök í samfélaginu og allt það ákall sem hefur verið í samfélaginu, eftir því að þetta vonda mál. Þetta er illa unnið,“ segir Þórhildur Sunna. Í boði að laga það sem þurfi að laga Stjórnarmeirihlutinn hefði dagskrárvaldið á Alþingi. Píratar og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi kallað eftir því að málið yrði kallað aftur til nefndar til lagfæringa. Enda hafi stjórnarliðar sjálfir viðurkennt að gera þyrfti breytingar á frumvarpinu og komið með óljósar yfirlýsingar um að það stæði til. „Það væri hægt að stoppa þetta strax með því að kalla inn í nefnd og laga það sem stjórnarliðar segjast þurfa að laga. Þá gætum við tekið umræðuna um þetta mál á réttum forsendum. Þetta er eitthvað sem stendur til boða að gera núna. Kalla bara málið aftur inn í nefnd, laga það sem þarf að laga,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Hælisleitendur Flóttamenn Alþingi Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“