Skara var tveimur mörkum yfir í hálfleik og hafði spilað glimrandi sóknarleik framan af. Í síðari hálfleik fór allt í baklás og liðið skoraði aðeins sjö mörk.
Á endanum fór það því svo að Skuru vann 24-22. Var þetta fyrsta tap Skara í dágóða stund en liðið hafði unnið síðustu fjóra leiki sína í deildinni.
Aldís Ásta skoraði fimm mörk í liði Skara og þá skoraði Jóhanna Margrét Sigurðardóttir eitt.
Skara er í 7. sæti deildarinnar, af 12 liðum, með 16 stig að loknum 16 leikjum.