„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2023 09:01 Strætóleiðin frá Selfossi til Reykjavíkur endar í Mjóddinni. Vísir/Vilhelm Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. „Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“ Strætó Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
„Ég var að taka strætó til Reykjavíkur frá Selfossi og þessi maður kom inn í Hveragerði. Hann talaði svolítið hátt í símann á leiðinni og það var alveg ljóst að hann var mjög drukkinn,“ segir Jón Hafdal í samtali við Vísi, en hann var á meðal farþega á strætóleið 51 frá Selfossi til Reykjavíkur í gær. „Síðan þegar við vorum komin í bæinn þá vildi hann láta hleypa sér út á miðri Breiðholtsbrautinni, þar sem var engin gangstétt eða neitt.“ Jón segir að bílstjórinn hafi tjáð manninum að það gæti hann ekki gert, þar sem það væri andstætt reglum. Þá hafi maðurinn reiðst og sagt: „Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig.“ Jón bætir við að bílstjóranum hafi bersýnilega verið brugðið við þessa hótun mannsins, sem hafi haldið áfram að ausa fúkyrðum yfir bílstjórann þar til honum var að endingu hleypt út úr strætisvagninum á miðri Breiðholtsbrautinni. Bílstjórar reglulega angraðir Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó að stjórnstöð Strætó hafi borist tilkynning um að í vagninum hafi verið maður sem hefði viljað komast út á Breiðholtsbraut og að orðið hafi verið við því. Hann gat ekki sagt nánar til um atvik málsins þar sem hann hefði ekki rætt við bílstjóra vagnsins. „Samkvæmt stjórnstöð var það kallað inn að það hefði verið farþegi með læti sem vildi komast út á Breiðholtsbrautinni, sem hann fékk,“ segir Jóhannes. Hann segir nokkuð algengt að bílstjórar þurfi að eiga við drukkna og dónalega farþega. „Það gerist reglulega í Strætó, að einhver sé að angra bílstjórana.“
Strætó Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira