Ný lína 66°Norður og Ganni frumsýnd í Kaupmannahöfn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. febrúar 2023 08:46 Frá Tískuvikunni í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Adam Katz Sinding 66°Norður og danska merkið Ganni frumsýndu fjórðu samstarfslínu sína á tískuvikunni i Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding Tíska og hönnun Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Samstarfsverkefni fataframleiðandanna er hluti af FW23 sýningu Ganni á tískuvikunni og fékk mikla athygli í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fyrri samstarfslínur fyrirtækjanna hafa notið mikillar velgengni og það var því mikil eftirvænting eftir nýjustu línunni sem byggir áfram á borgarstíl Ganni og arfleifð og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði. Adam Katz Sinding Línan er framleidd úr endurunnum efnum og var hönnuð fyrir fjölhæfa notkun í borginni og úti í náttúrunni þar sem allra veðra er von. Talsvert af fatnaðinum er framleitt úr Gore-tex efni sem er vatns- og vindhelt en andar vel. Íslenskt landslag er áberandi í áferð og litum á ýmsum fatnaði í nýju línunni. Kríu jakkinn, sem var mjög vinsæll á tíunda áratugnum, snýr aftur með stæl í svörtum lit með gulum litatónum í. Þá eru jakkar, buxur, frakkar, pils o.fl. úr endurunnum efnum áberandi í nýju línunni. Bæði fyrirtækin eru með B Corp vottun og leggja mikið upp úr sjálfbærni í allri framleiðslu og efnisvali. Adam Katz Sinding „Fyrsta samstarfslína okkar með Ganni var sýnd árið 2018 og nú með FW23 erum við að kynna okkar fjórðu samstarfslínu. Ferðalagið með Ganni hefur verið skemmtilegt, skapandi og hefur opnað á eitthvað nýtt í hvert skipti. Að hanna skemmtilega og skapandi hluti og læra eitthvað nýtt er að mínu áliti lykillinn að góðu samstarfi. Það er afar hvetjandi að sjá bæði merkin koma með sitt einstaka DNA að borðinu. Ég er mjög ánægð og spennt yfir útkomunni,“ segir Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi 66°Norður. Adam Katz Sinding „Ég trúi varla að þetta sé fjórða samstarfslína okkar með 66°Norður. Við erum mjög samstillt og vinnum vel saman bæði sem fyrirtæki og fólkið sem starfar þar. Bæði merkin eru stolt af arfleifð sinni og í þessari nýjustu samstarfslínu vildi ég fara aftur í rætur okkar og vinna með táknrænan fatnað sem gerir okkur að því sem við erum,“ segir Ditt Rafstrupp, hönnunarstjóri Ganni. Adam Katz Sinding Adam Katz Sinding
Tíska og hönnun Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira