Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val á móti FH. Vísir/Hulda Margrét Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla
Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni