„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:21 Snorri Steinn fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. „Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17