Erlent

Sex­tán ára lést í há­karla­á­rás í Perth

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stða í Swan-ánni.
Árásin átti sér stða í Swan-ánni. Getty/Auscape

Sextán ára stúlka lét í morgun lífið eftir hákarlaárás í Swan-ánni í Perth í vesturhluta Ástralíu. Talið er að stúlkan hafi verið á sæþotu með vinum sínum þegar árásin átti sér stað. 

BBC greinir frá þessu en í samtali við miðilinn segir Paul Robinson, lögreglumaður hjá lögreglunni í vesturhluta Ástralíu, að mögulega hafi stúlkan stokkið ofan í vatnið til þess að synda með höfrungum. Þá sagði hann það vera afar sjaldgæft að hákarlar séu í þessum hluta árinnar. 

Það verða um það bil tuttugu hákarlaárásir í Ástralíu ár hvert og að meðaltali lætur einn lífið eftir slíka árás á hverju ári. Þó er það mjög mismunandi, til dæmis létust sjö manns í hákarlaárásum árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×