Tryggjum fæðuöryggi þjóðar Anton Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2023 14:31 Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi skipt okkur íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru. En hvað þýðir þetta orð fæðuöryggi? egar talað er um fæðuöryggi samhvæmt skilgreiningu Matvælaráðneytisins þá er átt við að allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1.janúar 2017 þeir eru gerðir milli ríkisins og bændasamtaka íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins að hálfu ríkisins, framlög á fjárlögum vegna búvörusamningana í ár hljóða upp á 17,2 miljarða króna, Nautgriparækt fær um 8,4 miljarða, Sauðfjárrækt 6,2 miljarða, Garðyrkja um rúman miljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 miljarð króna. Rammasamningu á að taka utan um jarðræktar styrki, og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Búvörusamningarnir gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunar ákvæðum fyrst árið 2019 og nú stendur þessi síðari endurskoðun fyrir dyrum 2023. Staðreyndin er sú að krefjandi tímar eru framundan í landbúnaði með hækkun á öllum aðföngum til bænda. Einnig verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að meðalaldur bænda er um 60 ár og nýliðun lítil í bændarstéttinni. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvist af því að að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði. Við vitum það íslendingar að okkar kjöt er eitt það besta í heimi og mjög lítil notkun sýklalyfja ásamt aðgangi að hreinu og tæru vatni og fæði tryggir gæðin í okkar matvælaframleiðslu. Ég skora því á samflokksmenn mína þingmenn og ráðherra framsóknarflokksins að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir fæðuöryggi íslensku þjóðarinar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Búvörusamningar Matvælaframleiðsla Anton Guðmundsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi skipt okkur íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru. En hvað þýðir þetta orð fæðuöryggi? egar talað er um fæðuöryggi samhvæmt skilgreiningu Matvælaráðneytisins þá er átt við að allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi. Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1.janúar 2017 þeir eru gerðir milli ríkisins og bændasamtaka íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins að hálfu ríkisins, framlög á fjárlögum vegna búvörusamningana í ár hljóða upp á 17,2 miljarða króna, Nautgriparækt fær um 8,4 miljarða, Sauðfjárrækt 6,2 miljarða, Garðyrkja um rúman miljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 miljarð króna. Rammasamningu á að taka utan um jarðræktar styrki, og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Búvörusamningarnir gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunar ákvæðum fyrst árið 2019 og nú stendur þessi síðari endurskoðun fyrir dyrum 2023. Staðreyndin er sú að krefjandi tímar eru framundan í landbúnaði með hækkun á öllum aðföngum til bænda. Einnig verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að meðalaldur bænda er um 60 ár og nýliðun lítil í bændarstéttinni. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvist af því að að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði. Við vitum það íslendingar að okkar kjöt er eitt það besta í heimi og mjög lítil notkun sýklalyfja ásamt aðgangi að hreinu og tæru vatni og fæði tryggir gæðin í okkar matvælaframleiðslu. Ég skora því á samflokksmenn mína þingmenn og ráðherra framsóknarflokksins að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir fæðuöryggi íslensku þjóðarinar. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar