„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 4. febrúar 2023 18:49 Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leik Vísir/Vilhelm HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum. Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Þrátt fyrir það leit Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, á björtu hliðarnar að leik loknum og fannst reynslan og markvarslan í leik Selfoss skilja liðin að. „Ég reyni yfirleitt að vera jákvæður og ég sé alveg jákvæða hluti hérna inn á milli en það er alveg ljóst að við skjótum of mikið í markmanninn hjá þeim, erum ekki að fá eins marga bolta okkar megin. Fyrri hálfleikurinn fannst mér einkennast af því að þær eru með örlítið meiri reynslu hjá nokkrum leikmönnum sem ná að sækja víti með gegnumbrotum. Á meðan við erum lið mikið byggt upp á 3. flokks stelpum, þannig að það vantar svolítið klókindi að ná að garga víti til sín, ef maður má orða það þannig. Það var svona helsti munurinn, færanýting og svona klókindi í fyrri hálfleik og markvarslan sem skildi að,“ sagði Samúel Ívar. „Það er erfitt að koma inn í úrslitaleik og vera strax komin tíu mörkum undir og það er auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér. Það gerðu mínar stelpur ekki. Ég er gríðarlega ánægður með það. Það má kannski segja að síðustu þrjár til fjórar mínúturnar þegar það er enn þá tíu plús munur og útséð að þetta var kannski síðasta hálmstráið hjá okkur þá er ekkert óeðlilegt að tilfinningarnar komi aðeins inn í og við duttum aðeins niður þá. Fram að því erum við á fullum krafti og erum að reyna eins vel og við getum.“ Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, er langt frá því að vera búinn að leggja árar í bát og ætlar að reyna í öllu sínu valdi að halda liði HK uppi þrátt fyrir mjög svo erfiða stöðu. „Maður veit náttúrulega aldrei hvað gerist í þessu. Jú, vissulega gerðum við okkur þetta talsvert erfitt fyrir. Á meðan það er enn þá tölfræðilegur séns þá að sjálfsögðu reynum við eins og við getum. Eins og tímabilið hefur þróast með meiðslum hjá meistaraflokks leikmönnunum sem áttu að vera klárar í þetta með okkur þá hefur þetta farið í það að hjálpa þessum stelpum í að taka næstu skref og náum við að gera það nógu hratt til að ná nægilega mörgum stigum til að halda okkur uppi. Á meðan það er enn þá möguleiki þá gefum við þetta ekki frá okkur en það er nokkuð ljóst að brekkan er brött.“ Tveir nýir leikmenn léku með HK í dag, þær Mattý Rós Birgisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir. Samúel Ívar telur þær styrkja hópinn hjá HK og líst vel á framhaldið með þær innanborðs. „Bara vel þær eru búnar að fá stuttan tíma með okkur. Það var fínn kraftur í þessu í æfingavikunni hjá okkur, náðum ekki alveg að taka það með okkur inn í þennan leik en ég er mjög jákvæður varðandi þær og held að þær muni hjálpa okkur í leikjunum sem eftir eru.“ Þórhildur Braga Þórðardóttir hefur gengið frá félagsskiptum yfir í HK frá Haukum en var ekki í leikmannahóp í dag hjá HK. Þórhildur Braga hefur ekki leikið handbolta í nokkurn tíma vegna höfuðmeiðsla og barneigna. Samúel Ívar var ekki með á hreinu hvenær mætti búast við henni á parketinu með HK. „Við erum bara að taka því rólega með henni og sjáum bara til. Það er ómögulegt að segja,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, að lokum.
Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik. 4. febrúar 2023 18:12