Félagið greindi frá þessu á heimasíðu sinni fyrir helgi, en ástæðan er einfaldlega sú að ekki var nægur mannskapur til að taka þátt í Íslandsmótinu.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að miklar vangaveltur og tilraunir til að leysa þessi mál hafi átt sér stað áður en ákvörðunin var tekin.
„Okkur þykir það mjög leitt en að sama skapi að þá þurfum við að hugsa um hag Ungmennafélagsins Einherja og teljum við þetta það eina rétta,“ segir í tilkynningu félagsins.
Eins og áður segir vann Einherji sér inn sæti í þriðju deild Íslandsmótsins með því að vinna fjórðu deildina á seinasta tímabili, en Ýmir úr Kópavogi mun taka sæti Einherja í þriðju deildinni. Ýmir hafnaði í þriðja sæti fjórðu deildarinnar á seinasta tímabili.