Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 13:26 Ragnar sat og horfði á sjónvarpið þegar hann varð var við mann fyrir utan. Maðurinn fór en snéri aftur skömmu síðar og skeit á bíl Ragnars. Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í morgun fjallaði Vísir um að grímuklæddur maður hafi skitið á bíl í Kópavogi í gærkvöldi. Atvikið náðist á myndband. Í samtali við fréttastofu lýsti eigandi bílsins, Ragnar Þór Egilsson, því að hann hafi setið og horft á sjónvarpið í rólegheitum þegar hann varð var við mann fyrir utan hjá sér. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér" „Ég fer að velta því fyrir mér hvort hann sé að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis. Af því að hann var klæddur eins og súperman og var með hettu og eitthvað fyrir andlitinu. Svo bara fer hann. Það líða einhverjar tíu mínútur og þá kemur hann aftur,“ útskýrir Ragnar sem hélt áfram að fylgjast með manninum. „Svo allt í einu girðir hann niður um sig og fór að skíta á bílinn hjá mér. Ég bara gapti og svo hljóp hann í burtu.“ Grunar að málið tengist nágrannaerjum Ragnari segist ekki vita hver grímuklæddi maðurinn sé en segist gruna að málið tengist langvarandi nágrannaerjum sem hann hefur staðið í síðan árið 2018. Deilurnar tengjast þvottahúsi hússins og aðgengi annarra íbúa að því og hefur bæði farið fyrir héraðsdóm og Landsrétt. DV fjallaði talsvert um málið á sínum tíma. „Mér dettur helst í hug að þetta sé eitthvað tengt því,“ segir Ragnar. „Ég er búinn að búa hérna síðan 1987 og það kemur enginn hingað á bakvið. Nema til að skoða aðstæður eða eitthvað svoleiðis.“ Skilur ekki þessi skilaboð Ragnar er fatlaður og notast við hjólastól. Hann hefur því ekki farið út og skoðað aðstæður eða þrifið bílinn. Hann segist vita hvernig bíl grímuklæddi maðurinn var á, en vill ekki gefa það upp. Hann segist ekki fyllilega gera sér grein fyrir hvað eigi að felast í þessum gjörning mannsins. „Málið er að ef þetta eru einhver skilaboð frá nágranna þá eru þau ekki nógu góð. Ég er allt of heimskur, ég skil ekki svona skilaboð." segir hann. Ætli það sé ekki bara verið að gefa skít í mig. Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.
Nágrannadeilur Kópavogur Tengdar fréttir Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09 Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Grímuklæddur maður skeit á bíl í Kópavogi Vægast sagt undarlegt atvik átti sér stað í Kópavogi rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Maður gekk upp að bíl á Álfhólsvegi, virti hann fyrir sér og gekk í burtu. Stuttu síðar kom maðurinn aftur en lét sér þá ekki nægja að skoða bifreiðina, heldur girti hann niður sig og skeit á húddið. Eigandi bílsins birti myndband af athæfinu og velti fyrir sér hvaða skilaboð væri verið að senda. 5. febrúar 2023 08:09
Nágrannaerjur verði einna verstar í tví- og þríbýli Nágrannaerjur geta verið mjög fljótar að vinda upp á sig og verða oft einna verstar í tví- og þríbýli. Þetta segir lögfræðingur sem aðstoðað hefur nágranna við að ná sáttum í deilum sem oft enda í algjöran hnút. 30. janúar 2023 07:00