Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. febrúar 2023 08:59 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43
Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49
Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55