Laxaslagurinn mikli Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 8. febrúar 2023 07:01 Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Fiskeldi Stjórnsýsla Sjókvíaeldi Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Segja má að skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi feli í sér löngu tímabæra aðgerð af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna ekki var ráðist í verkefnið fyrr, má líklega rekja til þess að stjórnvöld töldu sig standa í góðri trú. Framleiðendur hafa almennt fullyrt að vel sé staðið að málum faglega og framkvæmdalega séð. Með afkomu heilla sveitarfélaga fyrir augum ásamt uppbyggingu arðsamrar atvinnugreinar er tregða til umdeildra aðgerða að mörgu leyti skiljanleg. Varað við þróun mála Þar með er þó ekki nema hálf sagan sögð. Í upphafi þessa mikla eldisævintýris var ítrekað bent á mikilvægi þess, að opinberir eftirlitsinnviðir fylgdu auknu umfangi framleiðslunnar. Að öðrum kosti gæti þessi hraði vöxtur orðið á kostnað ekki aðeins náttúrunnar heldur einnig þeirra samfélaga sem mynda, þegar allt kemur til alls, starfsgrundvöll atvinnugreinarinnar í dreifbýli. Jafnframt var sérstaklega bent á mikilvægi þess að styrkja stöðu nærsamfélagsins til eftirlits og aðhalds og uppbyggingar á innviðum. Færa má gild rök fyrir því, að hefðu slíkar ábendingar gengið betur eftir en raun varð á, stæðu stjórnvöld í nokkuð öðrum sporum en nú. Aðkoma sveitarfélaga mikilvæg Þegar eldissveitarfélögin sóttu fram á sínum tíma, var það m.a. gert á þeirri forsendu að staðbundið stjórnvald sé í mörgum tilvikum betur fallið til eftirlits á stað en miðlægar ríkisstofnanir. Viðkvæðið hjá ríkisvaldinu var þó yfirleitt á þá lund að sveitarfélögin skyldu ekki hafa áhyggjur. Erlendum og margreyndum fyrirmyndum yrði fylgt í þessum efnum. Gott og vel, enda kannski engin ástæða til þess að finna aftur upp sama hjólið og sjálf sóttu sveitarfélögin fyrirmyndir í sinni tillögugerð til sjókvíaeldis í nágrannalöndum. Hversu vel skyldi svo hafa gengið hjá ríki og Alþingi að líta til þessara erlendu fyrirmynda? Í Noregi er sem dæmi umtalsverðu fjármagni veitt til allra stjórnsýslustiga vegna kvíaeldis í sjó og gildir þá einu hvort horft er til eftirlits, umhverfis- og nátturuverndar, dýravelferðar, neytendamála, efirfylgni með úrbótum, fræðslu- og menntamála eða samhliða uppbyggingar nærsamfélaga. Tapaður slagur Skemmst er svo frá því að segja, að sveitarfélögin töpuðu þessum „laxaslag“ við ríkið. Hugmyndir þeirra þess efnis, að bæði stjórnsýslustig fylgdu samstillt eftir þeirri miklu uppbyggingu sem í hönd fór gengu ekki eftir. Reyndar gekk ríkisvaldið það langt gegn sveitarfélögunum, að það tók skipulagsvaldið af þeim yfir strandlengjunni og nánast útilokaði þar með aðkomu þeirra að skipulagsþætti sjókvíaeldisins, einum veigamesta þætti atvinnuuppbyggingarinnar. Hefði þó e.t.v. verið mun nær að ríkið skilgreindi ýtarlega þær kröfur sem staðbundnu skipulagsvaldi væri ætlað að uppfylla hverju sinni og hefði síðan eftirlit með þeirri framkvæmd. Að sjálfsögðu leysti ríkið svo til sín þetta skipulagsvald sveitarfélaganna með vísan til erlendra fyrirmynda, enda þótt þær fyrirmyndir byggðu á þremur stjórnsýslustigum en ekki tveimur, eins og tíðkast hér á landi og hljóta því að teljast heldur villandi sem rök í urmæðunni. Allt kom þó fyrir ekki. Í þágu framleiðenda Svigrúm fyrirtækja í skjókvíaeldi hér á landi til hagnaðarsköpunar er talsvert, sem er frábært. Við viljum byggja upp gjöfula atvinnuvegi landi og þjóð til framdráttar, auk þess sem meira ætti þá að vera aflögu fyrir það sem kalla má eðlilegt framlag til samfélagsins. Sem atvinnugrein ætti sjókvíaeldi reyndar að vera því fegnast að eiga kostnaðaraðild að slíkri uppbyggingu. Þegar allt kemur til alls þá er það fyrst og fremst í þágu atvinnugreinarinnar að gagnsæi og trúnaður ríki um framleiðsluaðferðir og heilindi framleiðenda gagnvart náttúru, umhverfi, samfélagi og dýravelferð. Þá bendir afar margt til þess að markaðir muni hvort eð er gera vaxandi kröfur í þá veru. Í raun er því ekki eftir neinu að bíða, nema þá kannski helst að ríki og sveitarfélög nái loks saman í því mikilvæga verkefni sem framundan er að endurheimta það traust til atvinnugreinarinnar sem hefur glatast. Höfundur var markaðs- og upplýsingafulltrúi og síðan atvinnu- og þróunarstjóri hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð 2012-2017.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun