Biden undirstrikaði mikilvægi þess að þingmenn ynnu saman en Repúblikanar hafa nú náð meirihluta í fulltrúadeildinni.
Happening Now: President Biden delivers the State of the Union address to a joint session of Congress. https://t.co/mzCN4SYpda
— The White House (@WhiteHouse) February 8, 2023
Ræða Biden í gær er sögð hafa verið einskonar upptaktur að framboði hans til endurkjörs á næsta ári, sem fastlega er búist við, en forsetinn minntist þó ekki á framboð berum orðum.
Vinsældir hans í könnunum á meðal almennings hafa verið takmarkaðar síðustu vikur og mánuði. Enda virtist forsetinn einbeita sér að innanlandsmálum og kom lítið að utanríkismálum eins og innrás Rússsa í Úkraínu, sem var megininntakið í síðustu stefnuræðu hans.
Eins og venja er með stefnuræðu forsetans var mörgum gestum boðið í þinghúsið og viðstaddir voru meðal annarra nokkrir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna en einnig Bono, söngvari írsku rokksveitarinnar U2.
Þá voru ættingjar Tyre Nichols, sem myrtur var af lögreglumönnum í Memphis á dögunum, viðstaddir ræðuna í boði forsetafrúarinnar Jill Biden.