Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Grenivík og vaknaði í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2023 07:01 Kinga er spennt fyrir framtíðinni og segist ekk getað beðið eftir því að komast heim til Íslands Vísir/TV2 Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið. Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér. Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt TV2 í Noregi sem hefur fylgst með konunni, Kingu Kleinschmidt frá Póllandi, og bata hennar að undanförnu. Vakin var fyrst athygli á frétt TV2 hér á landi á vef Akureyri.net Það var þann 23. mars síðastliðinn, fyrir rétt um ári síðan, að sprenging varð í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík, er unnið var með hreinsað bensín. Tveir slösuðust, karl og kona, sem voru flutt með hraði til Reykjavíkur, alvarlega slösuð. Send með hraði til Noregs Í frétt TV2 kemur fram að konan sem lenti í slysinu, hin 28 ára Kinga, hafi hlotið þriðja stigs brunasár á 85 prósent líkama hennar. Eftir að hún var flutt til Reykjavíkur var fljótt tekin ákvörðun um að senda hana til Noregs, á sjúkrahúsið í Bergen, þar sem ljóst væri að ekki yrði hægt að sinna meiðslum hennar hér á landi. Sjálf lýsir hún slysinu á þá leið að hún hafi, við enda vinnudagsins, verið að kanna hversu mikið væri eftir af hreinsuðu bensíni í íláti í verksmiðjunni. Kinga á sjúkrahúsinu í Bergen.TV2 „Allt í einu sprakk þetta í andlitið á mér og allur líkaminn logaði,“ segir hún. Segist Kinga muna eftir því að hafa hlaupið út og kastað sér í snjóinn til að kæla líkamann. Segist hún muna slysið og hverja einustu sekúndu næstu fimm mínútna á eftir það. „Svo missti ég meðvitund og vaknaði á sjúkrahúsi í Noregi mánuði síðar.“ Haft er eftir Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóra á sjúkrahúsinu í Bergen, sem leitt hefur meðferðina á Kingu, að af þeim sem hlotið hafi meðferð á sjúkrahúsinu hafi enginn lifað af jafn alvarleg meiðsli og Kinga hlaut í slysinu. Ragnvald Ljones Brekke, deildarstjóri á sjúkrahúsinu í BergenTV2 Sem fyrr segir var hún með þriðja stigs brunasár á um 85 prósent líkama hennar. Kinga undirgekkst umfangsmiklar aðgerðir sem fólu meðal í sér að að húð af látnum líffæragjöfum var notuð til að vernda húð hennar. Þá var húð af hálsi hennar var notuð til að búa til ný augnlok, svo dæmi séu tekin. Ný svissnesk aðferð prófuð Í tilfelli Kingu er verið að prófa nýja aðferð sem þróuð var í Sviss. Sýni eru tekin af húð hennar, þau send til Sviss og þaðan eru þau ræktuð í smáa búta sem ígrædd eru á líkama hennar. Þetta hefur verið reynt tvisvar á Kingu og tókst í annað sinn mjög vel, að sögn Brekke. Kinga hefur verið í langri og strangri meðferð síðustu tíu mánuði. Fyrir um tveimur mánuðum náði hún þeim áfanga að geta stigið fyrstu skrefin eftir slysið. „Frá því að geta ekki gengið yfir í að geta farið ein inn á baðherbergi. Ég get núna gengið um án aðstoðar frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Kinga. TV2 fylgdist með Kingu í endurhæfingu. Bati hennar þykir undraverðurTV2 Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað komið hingað. Þau hafa bjargað lífi mínu, segir Kinga, sem er staðráðinn í því að lifa lífinu áfram þrátt fyrir slysið. TV2 fylgdist með Kingu í tíma hjá sjúkraþjálfara, þar sem hún var sem sprækust. Hana dreymir um að snúa aftur til Íslands, þar sem fjölskylda hennar býr. „Það verður gott að geta ferðast á ný,“ segir hún. Lesa má umfjöllun TV2 hér.
Noregur Heilbrigðismál Grýtubakkahreppur Líffæragjöf Tengdar fréttir Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08 Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Starfsfólk Pharmarctica slegið yfir slysinu og fær áfallahjálp Samfélagið á Grenivík er slegið vegna eldsprengingar sem varð í verksmiðju í bænum í gær að sögn sveitarstjóra Grýtubakkahrepps. Kona og karl, starfsfólk Pharmarctica, slösuðust alvarlega þegar þau voru að vinna með hreinsað bensín. Aðstandendur og starfsfólk verksmiðjunnar fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum í gær. 24. mars 2022 13:08
Tveir slasaðir eftir sprengingu í snyrtivöruverksmiðju á Grenivík Tveir starfsmenn snyrtivöruverksmiðju slösuðust í eldsvoða sem upp kom í iðnaðarhúsnæði á Grenivík. Verið er að flytja starfsmennina með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. 23. mars 2022 17:19