Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Bæði sáttasemjari og Efling munu afla Landsrétti gagna svo hratt sem auðið er og óska eftir að deila þeirra fái flýtimeðferð fyrir réttinum.
Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshóteli hófst á hádegi í gær. Efling og Íslandshótel hafa tekist á við hótelin í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sakar Íslandshótel um að verkfallsbrot. Á sama tíma sakar Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela liðsmenn Eflingar um hótanir.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á mánudag að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg. Eflingu væri skylt að afhenda sáttasemjara kjörskrá til þess að hann gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal félagsmanna Eflingar. Efling neitaði að afhenda og vísaði til þess að vilja bíða niðurstöðu æðri dómstóls. Í framhaldinu sagði Sólveig Anna að kjörskráin væri ekki til. Sáttasemjari sagðist neyddur sem embættismaður til að óska liðsinnis sýslumanns að sækja kröfugerðina. Nú er sú fyrirætlan úr sögunni eftir fund Aðalsteins með Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar.
Á mánudag féll dómur í Félagsdómi þess efnis að verkfall Eflingar, sem hófst í hádeginu í gær, væri löglegt. Í gærkvöldi samþykktu svo félagsmenn Eflingar sem starfa á átta hótelum og við akstur hjá Samskipum og olíufélögum að fara í verkfall. Það hefst að óbreyttu miðvikudaginn 15. febrúar.