Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 19:43 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
„Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10
Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29