„Það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:27 Starfsfólk sem þarf að reiða sig á þjórfé er á meðal þeirra sem kann að lenda í erfiðum aðstæðum ef það verður fyrir kynferðislegri áreitni. Vinnueftirlitið „Með þessari aðgerðavakningu erum við að reyna að fá vinnustaði til að senda skýr skilaboð út í vinnuumhverfið og skapa umræður um hvað kynferðisleg áreitni er og hvernig hún birtist,“ segir Sara Hlín Hálfdanardóttir sérfræðingur og verkefnastjóri um nýtt átak Vinnueftirlitsins, #TökumHöndumSaman. Um er að ræða herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, unna í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, landlæknisembættið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Jafnréttisstofu. Spurð að því hvers vegna ráðist sé í herferðina nú segir Sara mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað í kjölfar #metoo. Vinnueftirlitinu hafa síðustu þrjú ár borist tæplega 170 kvartanir vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis en Sara segir rannsóknir benda til að tilvik séu í raun mun fleiri. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Sara segist ekki telja að neinn leggi upp með að skapa vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti fá að þrífast en oft verði ákveðin vinnustaðamenning til sem menn verða hreinlega samdauna. „Ég held að það sem #metoo gerði var að við fórum að benda á að það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir eða brandara eða spurningar með kynferðislegum undirtón. Þótt það hafi fengið að viðgangast þýðir það ekki að það sé í lagi,“ segir hún. Á vef Vinnueftirlitsins má nú meðal annars finna verkfæri og fræðslumyndbönd sem atvinnurekendur geta notað til að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Sara segir mikilvægt að atvik sem koma upp séu rædd á vinnustaðnum, líðan fólks í kjölfar þeirra og áhrif á vinnuumhverfið. Hún segir mikilvægt að allir axli ábyrgð á eigin orðum og gerðum. „Þetta þýðir að við þurfum að rýna í það sem við segjum við fólk og hvaða athugasemdir við erum að koma með,“ segir Sara. Það sé stjórnenda að leggja línurnar en allir þurfa að láta sig málið varða og stíga fram ef kynferðisleg áreitni er að eiga sér stað. Stjórnendur geri áhættumat á vinnuumhverfinu Spurð að því hvort það eru einhverjar starfsstéttir sem verða meira fyrir áreitni en aðrar eða hvort það séu einhverjar atvinnugreinar þar sem áreitni þrífst frekar en annars staðar þá nefnir Sara til að mynda ferðaþjónustuna og veitingageirann. Þá sé vitað að einstaklingar sem vinna einir eða á óreglulegum vinnutíma séu útsettari en aðrir. Þarna séu tækifæri á borði fyrir stjórnendur að framkvæma áhættumat, rétt eins og þeir gera þegar þeir meta áhættuþætti á borð við vinnu við hættulegar vélar. „Hvernig er skipulagið á vinnuumhverfinu hjá okkur?“ er meðal þeirra spurninga sem Sara segir vinnuveitendur geta spurt sjálfa sig. „Er vinnurýmið til dæmis þannig að þú getur kallað á aðstoð? Það eru þessir þættir sem menn hafa kannski ekki hugað mikið að.“ Sara nefnir önnur dæmi, eins og starfsfólk sem vinnur inni á heimilum annarra, til dæmis við hjúkrun eða þrif, eða einstaklinga sem starfa við þrif á hótelherbergjum. Huga þurfi að öryggi þeirra og því hvernig fólk upplifir vinnuumhverfið sitt. Þá sé ekki síður mikilvægt að huga að öryggi starfsfólk á netinu, ekki síst þegar fólk sé í auknum mæli farið að vinna fjarvinnu. Á netinu geti fólk bæði orðið fyrir áreiti viðskiptavina og eins samstarfsmanna. Sara segir #TökumHöndumSaman ekki síst ganga út á að styðja stjórnendur og leiðbeina þeim að takast á við nýjar áskoranir. Heilbrigt starfsumhverfi sé þó á ábyrgð allra á vinnustaðnum. „Það er alltaf best fyrir stjórnendur að taka samtalið við starfsfólk,“ segir hún. Þannig skapist andrúmsloft sem stuðli að því að fólk treysti sér til að stíga fram. #TökumHöndumSaman Vinnumarkaður MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Sjá meira
Um er að ræða herferð gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, unna í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, landlæknisembættið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Jafnréttisstofu. Spurð að því hvers vegna ráðist sé í herferðina nú segir Sara mikla vitundarvakningu hafa átt sér stað í kjölfar #metoo. Vinnueftirlitinu hafa síðustu þrjú ár borist tæplega 170 kvartanir vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis en Sara segir rannsóknir benda til að tilvik séu í raun mun fleiri. Sara Hlín Hálfdanardóttir. Sara segist ekki telja að neinn leggi upp með að skapa vinnuumhverfi þar sem óheilbrigð samskipti fá að þrífast en oft verði ákveðin vinnustaðamenning til sem menn verða hreinlega samdauna. „Ég held að það sem #metoo gerði var að við fórum að benda á að það er ekki í lagi að vera með kynferðislegar athugasemdir eða brandara eða spurningar með kynferðislegum undirtón. Þótt það hafi fengið að viðgangast þýðir það ekki að það sé í lagi,“ segir hún. Á vef Vinnueftirlitsins má nú meðal annars finna verkfæri og fræðslumyndbönd sem atvinnurekendur geta notað til að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Sara segir mikilvægt að atvik sem koma upp séu rædd á vinnustaðnum, líðan fólks í kjölfar þeirra og áhrif á vinnuumhverfið. Hún segir mikilvægt að allir axli ábyrgð á eigin orðum og gerðum. „Þetta þýðir að við þurfum að rýna í það sem við segjum við fólk og hvaða athugasemdir við erum að koma með,“ segir Sara. Það sé stjórnenda að leggja línurnar en allir þurfa að láta sig málið varða og stíga fram ef kynferðisleg áreitni er að eiga sér stað. Stjórnendur geri áhættumat á vinnuumhverfinu Spurð að því hvort það eru einhverjar starfsstéttir sem verða meira fyrir áreitni en aðrar eða hvort það séu einhverjar atvinnugreinar þar sem áreitni þrífst frekar en annars staðar þá nefnir Sara til að mynda ferðaþjónustuna og veitingageirann. Þá sé vitað að einstaklingar sem vinna einir eða á óreglulegum vinnutíma séu útsettari en aðrir. Þarna séu tækifæri á borði fyrir stjórnendur að framkvæma áhættumat, rétt eins og þeir gera þegar þeir meta áhættuþætti á borð við vinnu við hættulegar vélar. „Hvernig er skipulagið á vinnuumhverfinu hjá okkur?“ er meðal þeirra spurninga sem Sara segir vinnuveitendur geta spurt sjálfa sig. „Er vinnurýmið til dæmis þannig að þú getur kallað á aðstoð? Það eru þessir þættir sem menn hafa kannski ekki hugað mikið að.“ Sara nefnir önnur dæmi, eins og starfsfólk sem vinnur inni á heimilum annarra, til dæmis við hjúkrun eða þrif, eða einstaklinga sem starfa við þrif á hótelherbergjum. Huga þurfi að öryggi þeirra og því hvernig fólk upplifir vinnuumhverfið sitt. Þá sé ekki síður mikilvægt að huga að öryggi starfsfólk á netinu, ekki síst þegar fólk sé í auknum mæli farið að vinna fjarvinnu. Á netinu geti fólk bæði orðið fyrir áreiti viðskiptavina og eins samstarfsmanna. Sara segir #TökumHöndumSaman ekki síst ganga út á að styðja stjórnendur og leiðbeina þeim að takast á við nýjar áskoranir. Heilbrigt starfsumhverfi sé þó á ábyrgð allra á vinnustaðnum. „Það er alltaf best fyrir stjórnendur að taka samtalið við starfsfólk,“ segir hún. Þannig skapist andrúmsloft sem stuðli að því að fólk treysti sér til að stíga fram. #TökumHöndumSaman
Vinnumarkaður MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Sjá meira