Bublik braut nefnilega þrjá spaða í leiknum og það á aðeins 25 sekúndum. Atvikið átti sér stað í oddalotu í þriðja settinu.
Eftir að hafa lent 6-0 undir lamdi Bublik spaða sínum í jörðina í þrígang meðan áhorfendur bauluðu á Kasakann.
Bublik var ekki hættur og eftir að fór af velli fann hann annan spaða sem fékk svipaða meðferð. Hann tók svo þriðja spaðann og barði honum fjórum sinnum í jörðina.
Eftir þetta 25 sekúndna æðiskast hélt Bublik áfram að spila. Hann náði sér í þrjú stig í oddalotunni en tapaði henni, 7-3.
Æðiskastið hjá Bublik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.