Flutt í burtu eftir áfallið og vill að Birkir komi með Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 07:30 Sophie Gordon og Birkir Bjarnason hafa búið í Tyrklandi frá árinu 2021 þegar Birkir gekk í raðir Adana Demirspor. @gordonsophie Eftir að hafa vaknað upp við jarðskjálfta að stærð 7,8, ein í íbúð þeirra Birkis Bjarnasonar í Adana, hefur fyrirsætan Sophie Gordon ákveðið að yfirgefa Tyrkland fyrir fullt og allt. Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum. Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Sophie greinir frá þessu í færslu á Instagram sem Birkir hefur nú deilt, og kveðst vonast til þess að ástin sín, Birkir, þurfi ekki að snúa aftur til Adana. Þar stendur enn yfir björgunarstarf eftir skjálftann mikla sem valdið hefur dauða að minnsta kosti 20.000 manns í Tyrklandi og Sýrlandi. Adana er ein af þeim borgum sem urðu verst úti vegna skjálftans. Birkir fann ekki fyrir skjálftanum því hann var í Istanbúl þar sem landsliðsmaðurinn átti að spila fótboltaleik með liði Adana Demirspor síðastliðinn mánudag. Sophie fann hins vegar verulega fyrir skjálftanum og hringdi í Birki um nóttina. Í færslu sinni segir Sophie að nú sé kominn tími til að fara aftur heim til Frakklands og kveðja Tyrkland, sem hún dásamar þó mjög í skrifum sínum. Ástæðan fyrir flutningunum er jarðskjálftinn. „Enginn ætti að þurfa að upplifa einn það sem ég fór í gegnum á mánudaginn. Þetta var sennilega eitt klikkaðasta og hræðilegasta augnablik ævi minnar. En það er í lagi með mig tilfinningalega og andlega,“ skrifaði Sophie. Færslan sem Sophie Gordon birti á Instagram.@gordonsophie „Hjarta mitt er í molum yfir því að þurfa að yfirgefa Adana og ástina mína, því við vitum ekki hvað mun gerast núna,“ skrifaði Sophie en Birkir er samningsbundinn Adana Demirspor til loka júní í sumar. Allri íþróttakeppni hefur verið frestað í Tyrklandi vegna skjálftans en liðsfélagi Birkis brást hneykslaður við tilkynningu um að til stæði að spila næstu umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir rúma viku. Sophie segir alls kostar óvíst hvað taki við hjá sér og Birki. Nú snúist allt um björgunarstarf enda séu byggingar enn að falla og fólki sagt að snúa ekki aftur til Adana í bili. „Ég veit ekki hvenær ég fæ að sjá hann aftur. Ég veit ekki hvort að hann getur farið aftur til Adana (ég vil ekki að hann geri það). Eða hvort að fótboltadeildin heldur áfram. VIÐ VITUM EKKI… Ég vildi að hann gæti komið með mér,“ skrifaði Sophie. Hún hvetur að lokum stjórnvöld í Tyrklandi til að gera allt sem þau geti til að hjálpa þeim sem eigi um sárt að binda vegna skjálftans, og ráðleggur fólki sem hefur efni á því að sýna stuðning í verki með fjárframlögum.
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira