„Er kannski á næstsíðasta söludegi“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Júlíus Magnússon tók við bikarnum sem fyrirliði þegar Víkingar urðu bikarmeistarar í fyrra. Árið 2021 vann hann tvennuna með liðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Júlíus Magnússon segir það hafa verið erfitt að yfirgefa bikarmeistara Víkings og láta frá sér fyrirliðabandið. Hann vildi hins vegar nýta tækifærið sem bauðst hjá norska knattspyrnufélaginu Fredrikstad. Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Júlíus var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann ræddi um vistaskipti sín eftir að hafa skrifað undir samning til þriggja ára við norska B-deildarliðið, með möguleika á árs framlengingu. „Það er klárlega stefnan hjá þeim að fara upp en ég veit að það er ekki verið að setja allt í þá körfu, bara upp á þetta tímabil. Það er alveg gert ráð fyrir því að það megi taka tvö ár eða hvernig sem það er. En stefnan er klárlega upp,“ segir Júlíus. Hann segir Fredrikstad sofandi risa í norska fótboltanum en félagið er enn það næstsigursælasta frá upphafi í Noregi, með níu Noregsmeistaratitla, þrátt fyrir að hafa síðast unnið titilinn fyrir 62 árum. „Það er mikil fótboltahefð í bænum og mikill stuðningur við liðið. Ég held að völlurinn taki rúmlega 13.000 manns og þegar vel gengur er mikið mætt á völlinn og stutt við liðið,“ segir Júlíus en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Júlíus er 24 ára gamall miðjumaður og hefur áður búið erlendis því hann var leikmaður Heerenveen í Hollandi frá 2015-2019. Eftir frábær ár í Víkinni eftir endurkomuna telur Júlíus sig betur í stakk búinn að takast á við atvinnumennskuna. „Arnar Gunnlaugsson sagði við mig áður en ég lagði af stað, þegar ég kvaddi hann [í fyrradag], að ég væri tilbúinn í þetta. Það súmmerar upp þann tíma sem ég hef verið hérna á Íslandi. Hann hefur verið mjög lærdómsríkur og hæfilega langur tími upp á að geta farið aftur í atvinnumennsku. Ég leit kannski ekki á þetta sem síðasta séns en mín týpa af leikmanni er kannski á næstsíðasta söludegi upp á að geta farið út í atvinnumennsku. Ég leit alveg á þetta þannig, með það markmið eftir tímabilið að skoða alla vega möguleikann á að fara erlendis, ef hann kæmi upp sem varð svo raunin. En ég setti enga pressu á sjálfan mig að koma mér út,“ segir Júlíus en hann viðurkennir að hafa eiginlega ekki viljað fara frá Víkingi: „Tíminn hjá Víkingum var það góður að það er alls ekki auðvelt að skilja þetta allt eftir, og stöðuna sem ég hafði komið sjálfum mér í hjá liðinu sem fyrirliði frábærs hóps.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Norski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann