Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 22-23 | ÍBV síðasta liðið í Höllina Andri Már Eggertsson skrifar 10. febrúar 2023 20:00 ÍBV fagnaði í leikslok. Vísir/Diego ÍBV tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins þegar liðið vann eins marks útisigur á Stjörnunni 22-23. Eyjakonur voru yfir allan leikinn og þrátt fyrir að Stjarnan hafi komið til baka og ógnaði forskoti ÍBV var sigurinn verðskuldaður. Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego
Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira