Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - ÍBV 22-23 | ÍBV síðasta liðið í Höllina Andri Már Eggertsson skrifar 10. febrúar 2023 20:00 ÍBV fagnaði í leikslok. Vísir/Diego ÍBV tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Powerade-bikarsins þegar liðið vann eins marks útisigur á Stjörnunni 22-23. Eyjakonur voru yfir allan leikinn og þrátt fyrir að Stjarnan hafi komið til baka og ógnaði forskoti ÍBV var sigurinn verðskuldaður. Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Gestirnir frá Vestmannaeyjum tóku frumkvæðið í leiknum. Einu marki yfir datt vörn ÍBV í gang sem skilaði sér með auðveldum mörkum sóknarlega. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé um miðjan fyrri hálfleik en það skilaði ekki sama árangri og Hrannar hefði óskað og ÍBV komst fjórum mörkum yfir. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk í kvöld þrátt fyrir stífan varnarleik Eyjakvenna.Vísir/Diego Ákefð leiksins datt niður eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Bæði lið voru að tapa boltanum mikið og þá sérstaklega Stjarnan sem tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik. Stjarnan var í miklum vandræðum með að koma mörkum á töfluna og það voru aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar sem skoruðu í fyrri hálfleik. ÍBV var fimm mörkum yfir í hálfleik 7-12. ÍBV komst sex mörkum yfir 9-15 þegar innan við tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Verandi með gott forskot missti ÍBV neistann og fór að gefa eftir en Stjörnunni tókst ekki að setja meiri pressu á ÍBV en það að forskot gestanna fór minnst niður í fjögur mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Helena Rut Örvarsdóttir reynir að koma skoti að marki.Vísir/Diego Stjarnan sýndi sínar bestu hliðar á síðustu fimmtán mínútunum. Varnarleikur heimakvenna varð betri og leiðtogar Stjörnunnar fóru að taka meira til sín sóknarlega sem skilaði sér í mörkum. Í stöðunni 18-20 tók Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé þegar fimm mínútur voru eftir. Stjarnan tapaði boltanum í staðinn fyrir að minnka muninn niður í eitt mark og Hrannar var ekki sáttur með sóknina og sparkaði í stól. ÍBV þurfti að þjást á lokamínútunum þar sem Stjarnan var nálægt því að jafna leikinn en niðurstaðan var eins marks sigur ÍBV 22-23. Síðasta skot leiksins.Vísir/Diego Af hverju vann ÍBV? Varnarleikur ÍBV var afar þéttur og vel skipulagður. ÍBV náði að soga alla orku úr Stjörnunni með öflugum varnarleik og neyddi Stjörnuna í marga tapaða bolta í fyrri hálfleik. ÍBV þurfti að þjást í seinni hálfleik þegar Stjarnan kom til baka en Eyjakonur gerðu vel í að skora á mikilvægum augnablikum þegar lítið var eftir. Hverjar stóðu upp úr? Elísa Elíasdóttir var allt í öllu á báðum endum vallarins. Elísa spilaði öfluga vörn og var með flestar löglegar stöðvanir ásamt því skoraði hún 3 mörk. Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sex mörk en hún spilaði einnig vel í vörn og stal 4 boltum. Elísa og tungan áttu góðan leik í kvöld.Vísir/Diego Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var slakur. Stjarnan skoraði aðeins sjö mörk og tapaði tíu boltum. Það kostaði mikla orku hjá Stjörnunni að koma til baka og á endanum var það bara eitt mark sem vantaði til að kreista út framlengingu Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur í Olís deild-kvenna á sunnudaginn klukkan 12:30 í Vestmannaeyjum. Sóknarleikurinn varð okkur að falli Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með hvernig hans lið byrjaði leikinn.Vísir/Diego „Þetta hefur verið sagan okkar eftir áramót við byrjum ekki leiki fyrr en eftir tíu mínútur og sóknarleikurinn var stífur og við vorum með 16 tapaða bolta. Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld þar sem vörnin stóð alveg en svona er þetta,“ sagði Hrannar Guðmundsson. Stjarnan tapaði tíu boltum í fyrri hálfleik og Hrannar var ekki ánægður með hvernig Stjarnan var að tapa boltanum. „Við vorum með tíu tapaða bolta í fyrri hálfleik og þrjá á fyrstu tíu mínútunum í einhverjum lélegum hraðaupphlaupum. Við sýndum karakter að koma til baka en það telur ekki rassgat.“ Stjarnan kom til baka á síðustu fimmtán mínútunum og minnkaði forskot ÍBV niður í eitt mark en nær komst Stjarnan ekki. „Við spiluðum góða vörn, fengum markvörslu og svo kom var karakter í liðinu í lokin. Mér fannst við vera að skjóta illa. ÍBV spilaði flata vörn og það þarf að skjóta á markið og við þurfum að vera betri í því. Myndir Darija Zecevic.Vísir/Diego Birna Berg Haraldsdóttir.Vísir/Diego Marta Wawrzynkowska.Vísir/Diego Allt reynt.Vísir/Diego Eva Björk Davíðsdóttir.Vísir/Diego Britney Emilie Florianne Cots í baráttunni.Vísir/Diego
Powerade-bikarinn Olís-deild kvenna Stjarnan ÍBV Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira