Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 16:32 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var í broddi fylkingar við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira