Segir grátlegt að sjá fjölmiðla kokgleypa ryðgaðan öngul Kidda sleggju Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2023 16:53 Jón Kaldal telur fyrir neðan allar hellur að fjölmiðlar landsins hafi tekið upp það sem hann segir delluásökun hagsmunatengds héraðsfréttablaðs fyrir vestan, eins og það væri einhver flugufótur fyrir því sem þar kemur fram um efnið. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, telur með hinum mestu ólíkindum að fjölmiðlar hafi tekið upp það sem hann segir ósvífna og lágkúrulega afvegaleiðingu í vestfirska miðlinum BB. „Já, mér fannst sorglegt að sjá helstu fjölmiðla landsins hlaupa 1. apríl í boði Kristins. H. Gunnarssonar og BB, sem hefur verið á framfæri fólks með náin tengsl við sjókvíaeldisfyrirtækjanna fyrir vestan. Hefur Fjölmiðlanefnd meðal annars áminnt miðilinn fyrir það hvernig hann stóð að umfjöllun um sjókvíaeldið,“ segir Jón í samtali við Vísi. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi birti kolsvarta úttekt sína á því hvernig staðið er að málum varðandi skjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Delluásökun að sögn Jóns Eins og Vísir sagði af í morgun, líkt og flestir fjölmiðlar landsins, birtist grein í Bæjarins besta, sem Kristinn H. Gunnarsson, sem jafnan var kallaður Kiddi sleggja meðal annars er hann sat á þingi, ritstýrir þar sem hæfi Guðmundar er dregið í efa. Hann ætti ásamt Helgu Jónu Benediktsdóttur, eiginkonu sinni, jörðina Leysingjastaði í Dalasýslu og Helga Jóna væri formaður veiðifélags Laxár í Hvammsveit. Guðmundur taldi það af og frá að hann væri vanhæfur í samtali við fréttastofu. „Örlítil sjálfstæð athugun stóru fjölmiðlanna, RÚV, Vísis og MBL, á þessum dellu áburði á hendur ríkisendurskoðanda hefði leitt í ljós að hagsmunir hans rista ekki dýpa en svo að veiðileyfi í Laxá í Hvammssveit, sem rennur um jörð í hans eigu, eru ekki seld á almennum markaði og meðalveiðin frá 1982 til 2010 var 46 laxar á ári. Hann var svo fulltrúi íslenska ríkisins í alþjóðlegu samstarfi sem embættismaður, þau störf hans gera hann ekki að hagsmunaaðila,“ segir Jón og honum er ekki skemmt. Örþrifaráð fólks sem hafi vondan málstað að verja Jón spyr þá hvert hið meinta vanhæfi Guðmundar ætti eiginlega að vera? „Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.“ Jón telur þetta grátlega „let them deny it-skítapillu“ frá Sleggjunni. Þetta megi heita ryðgaður öngull úr þeirri áttinni: „Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.“ Því miður hefur það að einhverju leyti heppnast að mati Jóns Kaldals. Fiskeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lax Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Já, mér fannst sorglegt að sjá helstu fjölmiðla landsins hlaupa 1. apríl í boði Kristins. H. Gunnarssonar og BB, sem hefur verið á framfæri fólks með náin tengsl við sjókvíaeldisfyrirtækjanna fyrir vestan. Hefur Fjölmiðlanefnd meðal annars áminnt miðilinn fyrir það hvernig hann stóð að umfjöllun um sjókvíaeldið,“ segir Jón í samtali við Vísi. Mikil umræða hefur sprottið upp eftir að Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi birti kolsvarta úttekt sína á því hvernig staðið er að málum varðandi skjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Delluásökun að sögn Jóns Eins og Vísir sagði af í morgun, líkt og flestir fjölmiðlar landsins, birtist grein í Bæjarins besta, sem Kristinn H. Gunnarsson, sem jafnan var kallaður Kiddi sleggja meðal annars er hann sat á þingi, ritstýrir þar sem hæfi Guðmundar er dregið í efa. Hann ætti ásamt Helgu Jónu Benediktsdóttur, eiginkonu sinni, jörðina Leysingjastaði í Dalasýslu og Helga Jóna væri formaður veiðifélags Laxár í Hvammsveit. Guðmundur taldi það af og frá að hann væri vanhæfur í samtali við fréttastofu. „Örlítil sjálfstæð athugun stóru fjölmiðlanna, RÚV, Vísis og MBL, á þessum dellu áburði á hendur ríkisendurskoðanda hefði leitt í ljós að hagsmunir hans rista ekki dýpa en svo að veiðileyfi í Laxá í Hvammssveit, sem rennur um jörð í hans eigu, eru ekki seld á almennum markaði og meðalveiðin frá 1982 til 2010 var 46 laxar á ári. Hann var svo fulltrúi íslenska ríkisins í alþjóðlegu samstarfi sem embættismaður, þau störf hans gera hann ekki að hagsmunaaðila,“ segir Jón og honum er ekki skemmt. Örþrifaráð fólks sem hafi vondan málstað að verja Jón spyr þá hvert hið meinta vanhæfi Guðmundar ætti eiginlega að vera? „Að vilja vernda villta íslenska laxinn gegn því að hann skaðist varanlega af völdum sjókvíaeldis?Hagsmunagæslufólk sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist ekki átta sig á að það er sjálft að staðfesta þá skaðsemi með svona smjörklípum.“ Jón telur þetta grátlega „let them deny it-skítapillu“ frá Sleggjunni. Þetta megi heita ryðgaður öngull úr þeirri áttinni: „Þetta er örþrifaráð fólks sem veit að það hefur vondan málstað að verja. Skýrsla Ríkisendurskoðunar leggur staðreyndir á borðið sem sjókvíaeldisfyrirtækin vilja ekki ræða efnislega.“ Því miður hefur það að einhverju leyti heppnast að mati Jóns Kaldals.
Fiskeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lax Dýraheilbrigði Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
Eðlileg krafa að sjókvíaeldi verði hætt Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi hefur vakið ansi hörð viðbrögð. Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins segir nauðsynlegt að stöðva útgáfu frekari leyfa fyrir sjókvíaeldi. 7. febrúar 2023 23:44
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00