Ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina Árni Gísli Magnússon skrifar 10. febrúar 2023 20:16 Jónatan Magnússon mun stýra KA út tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu. Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu.
Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15