Ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina Árni Gísli Magnússon skrifar 10. febrúar 2023 20:16 Jónatan Magnússon mun stýra KA út tímabilið. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af KA fyrir norðan, 32-36, í áhugaverðum leik í Olís deild karla. KA liðið hélt lengi vel í við gestina sem reyndust þó að lokum of stór biti. Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu. Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat tekið margt jákvætt úr leik liðsins þrátt fyrir tap. „Mér fannst við spila mjög vel í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við fínir og hefðum viljað fá meiri markvörslu í fyrri hálfleik til að hjálpa okkur aðeins. Þeir hafa verið að standa sig frábærlega en áttu ekki alveg góðan dag í dag og svo er það bara hvernig við komum inn í seinni hálfleik sem að í rauninni var brasið. Mikið taktleysi hér í byrjun seinni hálfleiks og þá kannski kom þessi forysta sem við vorum alltaf að elta.” KA keyrði hratt á Valsliðið í fyrri hálfleik en það eru ekki mörg lið sem ná að halda í við hraðan hjá Val. Var það uppleggið þar sem mikið leikjaálag er á Valsliðinu? „Við settum þennan leik bara upp eins og við gerum. Það var margt gott í okkar leik, mér fannst frammistaðan sérstaklega í fyrri hálfleik vera góð og ég hefði viljað vera yfir í hálfleik. Hvort við ætluðum að keyra á þá eða ekki þá ætluðum við bara að stjórna tempóinu og mér fannst við ná að stýra tempóinu allan fyrri hálfleikinn og síðan förum við inn í síðari hálfleikinn eitthvað hikandi og hikstandi og lendum í þessum brottvísunum sem fóru illa með okkur. Mér fannst frammistaða liðsins alls ekki slæm og við verðum að taka góða punkta úr þessum leik með okkur í næsta.” Í stöðunni 19-21 snemma í síðari hálfleik lenda KA menn tveimur mönnum undir og kjósa að taka markmanninn ekki út af. Valsmenn gengu á lagið og skoruðu þrjú fljót mörk en KA menn fóru afar illa með boltann á þessu tímabili. Má skrifa þetta á agaleysi? „Nei alls ekki agaleysi, það er ekki rétta orðið, við ákváðum að taka ekki markmanninn út af og fara fjórir á sex og eftir á hjá mér var það ekki gott. Þeir stóðu hérna fjórir og jú við hefðum getað gert betur, klárlega, en ég vil ekki kalla það agaleysi heldur Valsmenn bara klókir og við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og svo eru brottvísanir sem ég hefði viljað fá þegar Dagur Árni fer í gegn á tímapunkti sem við vorum aðeins að koma til. Við hefðum þurft betri varnarleik og betri markvörslu til að vinna þá en menn voru að berjast og það er það sem við verðum að taka með okkur í næsta leik. Hann verður risastór og ef við náum aðeins að skerpa á því sem var ekki gott og halda því sem var gott þá verður stuð hérna á miðvikudaginn.” KA mætir Aftureldingu í KA-heimilinu á miðvikudag í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins þar sem liðið getur komið sér í Final 4 helgina með sigri. Er ekki mikill munur að geta þar teflt fram Einari Rafni og Ólafi Gústafssyni sem að öðrum ólöstuðum eru bestu menn liðsins? „Jú klárlega, alveg klárlega. Patrekur og Einar Birgir eru ekki með okkur í dag til dæmis og það er bara partur af þessu öllu saman. Það er mjög sjaldan sem liðin ná að vera með alla. Ég hins vegar skora á okkar menn og okkar fólk og KA fólk að mæta hérna á miðvikudaginn því nú setjum við bara strax fókusinn á það og ætlum að gera okkar besta til að koma okkur í Höllina”, sagði Jónatan að endingu.
Handbolti Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 32-36 | Valsmenn fengu það sem þeir vildu KA og Valur áttust við í KA heimilinu nú í kvöld í forvitnilegum leik. Mikið var talað um leiktímann í aðdraganda leiksins þar sem Valsmenn vildu flýta leiknum sem að lokum varð raunin eftir mikið fjaðrafok. 10. febrúar 2023 19:15