UEFA ber ábyrgð á atburðunum fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. febrúar 2023 20:30 Lögreglan beitti táragasi á stuðningsmenn sem voru að reyna að komast inn á völlinn. Matthias Hangst/Getty Images Sjálfstæð og óháð rannsóknarnefnd hefur komist að því að evrópska knattspyrnusambandið UEFA ber ábyrgð á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France fyrir viðureign Liverpool og Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í maí á síðasta ári. Fyrir þennan stærsta leik ársins ríkti sannkallað ófremdarástand fyrir utan leikvanginn þar sem gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn liðanna. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Í kjölfarið kenndu UEFA og frönsk yfirvöld miðasölusvindli um troðninginn og raðir sem mynduðust, en þær ásakanir féllu í grýttan jarðveg meðal almennings. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur hins vegar fram að engar sannanir sýni fram á að slíkar ásakanir eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Nefndin hefur komist að því að UEFA, sem viðburðarhaldari, beri meginábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru sem nánast leiddu til stórslyss,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í skýrslunni kemur þó einnig fram að aðrir aðilar beri að einhverjum hluta ábyrgð á því sem gekk á fyrir utan völlinn, en að UEFA hafi verið við stjórnvölin og því liggi meginábyrgðin hjá sambandinu. „UEFA átti að hafa yfirsýn og yfirumsjón með öryggi á staðnum og ganga þannig úr skugga um að allt myndi virka sem skyldi. Það gerði það augljóslega ekki,“ segir enn fremur í skýrslunni. Það var portúgalski stjórnmálamaðurinn Dr. Tiago Brandao Rodrigues sem fór með yfirumsjón með skýrslunni, en í nefndinni sátu einnig sérfræðingar úr stéttum lögfræðinga, löggæslumanna og viðburðarstjóra, ásamt fulltrúum stuðningsmannafélaga knattspyrnuliða. ℹ️❗️𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: A panel of experts including politicians, academics and lawyers was set up by UEFA itself last summer to investigate the chaotic scenes at the Stade de France.The group has now finalised its conclusions which lay the blame firmly at UEFA’s door. pic.twitter.com/MViQcLZ08j— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) February 13, 2023 Það var evrópska knattspyrnusambandið sjálft sem fyrirskipaði rannsóknina vegna atburðanna sem áttu sér stað í París þann 28. maí á síðasta ári, þremur dögum eftir að úrslitaleikurinn fór fram. Í yfirlýsingu UEFA á þeim tíma sagði að yfirgripsmikil og óháð rannsókn myndi fara fram, þar sem þónokkrir þættir yrðu til skoðunar. Þar á meðal var ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á. Theodore Theodoridis, framkvæmdarstjóri UEFA, sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann þakkar nefndinni fyrir sín störf og biðst afsökunar á atburðunum. „Fyrir hönd UEFA vil ég enn og aftur biðja alla þá sem lentu í þessum atburðum á viðburði sem átti að vera gleðistund og hápunktur tímabilsins innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Theodoridis. „Sérstaklega vil ég biðja stuðningsmenn Liverpool afsökunar á því sem margir þeirra þurftu að upplifa á leið sinni á leikinn og fyrir þau skilaboð sem send voru út fyrir leik og á meðan að leik stóð þar sem þeim var kennt um aðstæðurnar sem mynduðust og urðu til þess að leiknum var frestað.“ Commenting on the leaked UEFA report, UEFA General Secretary Theodore Theodoridis: "On behalf of UEFA, I would like to apologise most sincerely once again to all those who were affected by the events that unfolded” #LFC @LBC | @LBCNews pic.twitter.com/oyqFd9px3t— Tom Dunn (@tomdunn26) February 13, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Tengdar fréttir Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. 12. júlí 2022 17:01 Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. 17. júní 2022 09:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Fyrir þennan stærsta leik ársins ríkti sannkallað ófremdarástand fyrir utan leikvanginn þar sem gríðarlega langar raðir mynduðust fyrir utan völlinn, einhverjir stuðningsmenn reyndu að brjótast inn á leikvanginn og lögregla beitti táragasi á stuðningsmenn liðanna. Af þessum sökum tafðist leikurinn umtalsvert. Upphaflega átti hann að hefjast klukkan 19:00 en þar sem stór hluti stuðningsmanna Liverpool hafði ekki enn komist í stúkuna var honum seinkað um 36 mínútur. Í kjölfarið kenndu UEFA og frönsk yfirvöld miðasölusvindli um troðninginn og raðir sem mynduðust, en þær ásakanir féllu í grýttan jarðveg meðal almennings. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur hins vegar fram að engar sannanir sýni fram á að slíkar ásakanir eigi sér stoð í raunveruleikanum. „Nefndin hefur komist að því að UEFA, sem viðburðarhaldari, beri meginábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru sem nánast leiddu til stórslyss,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Í skýrslunni kemur þó einnig fram að aðrir aðilar beri að einhverjum hluta ábyrgð á því sem gekk á fyrir utan völlinn, en að UEFA hafi verið við stjórnvölin og því liggi meginábyrgðin hjá sambandinu. „UEFA átti að hafa yfirsýn og yfirumsjón með öryggi á staðnum og ganga þannig úr skugga um að allt myndi virka sem skyldi. Það gerði það augljóslega ekki,“ segir enn fremur í skýrslunni. Það var portúgalski stjórnmálamaðurinn Dr. Tiago Brandao Rodrigues sem fór með yfirumsjón með skýrslunni, en í nefndinni sátu einnig sérfræðingar úr stéttum lögfræðinga, löggæslumanna og viðburðarstjóra, ásamt fulltrúum stuðningsmannafélaga knattspyrnuliða. ℹ️❗️𝗕𝗥𝗘𝗔𝗞𝗜𝗡𝗚: A panel of experts including politicians, academics and lawyers was set up by UEFA itself last summer to investigate the chaotic scenes at the Stade de France.The group has now finalised its conclusions which lay the blame firmly at UEFA’s door. pic.twitter.com/MViQcLZ08j— LFC Transfer Room (@LFCTransferRoom) February 13, 2023 Það var evrópska knattspyrnusambandið sjálft sem fyrirskipaði rannsóknina vegna atburðanna sem áttu sér stað í París þann 28. maí á síðasta ári, þremur dögum eftir að úrslitaleikurinn fór fram. Í yfirlýsingu UEFA á þeim tíma sagði að yfirgripsmikil og óháð rannsókn myndi fara fram, þar sem þónokkrir þættir yrðu til skoðunar. Þar á meðal var ákvarðanataka, ábyrgð og hegðun þeirra sem áttu hlut að máli á. Theodore Theodoridis, framkvæmdarstjóri UEFA, sendi svo frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann þakkar nefndinni fyrir sín störf og biðst afsökunar á atburðunum. „Fyrir hönd UEFA vil ég enn og aftur biðja alla þá sem lentu í þessum atburðum á viðburði sem átti að vera gleðistund og hápunktur tímabilsins innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Theodoridis. „Sérstaklega vil ég biðja stuðningsmenn Liverpool afsökunar á því sem margir þeirra þurftu að upplifa á leið sinni á leikinn og fyrir þau skilaboð sem send voru út fyrir leik og á meðan að leik stóð þar sem þeim var kennt um aðstæðurnar sem mynduðust og urðu til þess að leiknum var frestað.“ Commenting on the leaked UEFA report, UEFA General Secretary Theodore Theodoridis: "On behalf of UEFA, I would like to apologise most sincerely once again to all those who were affected by the events that unfolded” #LFC @LBC | @LBCNews pic.twitter.com/oyqFd9px3t— Tom Dunn (@tomdunn26) February 13, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Tengdar fréttir Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. 12. júlí 2022 17:01 Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. 17. júní 2022 09:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31 Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. 12. júlí 2022 17:01
Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. 17. júní 2022 09:31
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31
Menningarmálaráðherra Bretlands kallar eftir rannsókn frá UEFA Nadine Dorries, menningarmálaráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefji formlega rannsókn á þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir utan Stade de France áður en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fór fram í gær. 29. maí 2022 22:31
Táragas, falsaðir miðar og Liverpool kallar eftir formlegri rannsókn Sannkallað ófremdarástand ríkti fyrir utan leikvanginn áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór fram á Stade de France í gærkvöldi. 29. maí 2022 08:01
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn