Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögu landsins sem neyðarástandi er lýst yfir. Verst er ástandið í norðuhluta landsins og dæmi eru um að fólk hafi þurft að synda út úr húsum sínum eftir að þau hafa farið á kaf í vatnselgnum.
Vegir og brýr hafa farið í flóðunum og heilu úthverfin eru umlukin vatni. Yfirvöld sögðu í morgun að 225 þúsund manns séu nú án rafmagns. Um þriðjungur nýsjálensku þjóðarinnar býr á hamfarasvæðinu, þar á meðal í stærstu borg landsins, Auckland.
Manntjón hefur ekki orðið mikið en slökkviliðsmanns er þó saknað og annar er alvarlega slasaður eftir að þeir lentu í aurskriðu í Muriwai. Fellibylurinn Gabrielle gekk yfir aðeins hálfum mánuði eftir gríðarlegar rigningar þar sem fjórir létu lífið.
Veðurstofa landsins gaf það síðan út í morgun að á fyrstu 45 dögum þessa árs hafi rignt jafnmikið og gerist á sex mánuðum í meðalári.
Cyclone Gabrielle lashed New Zealand, causing extensive flooding, landslides and damage to infrastructure and prompting the country to declare a national state of emergency for only the third time in its history https://t.co/Ali5GD4tVM pic.twitter.com/CFqZ7vXZ0k
— Reuters (@Reuters) February 14, 2023